Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 18
milli þessara tveggja náttstaða. Þegar stararnir koma að Laugardalsvellinum sveima þeir t. d. oft yfir honum í langan tíma og taka þá hópar sig oft út úr að- alhópnum og fljúga í áttina að Fossvogi. Þann 9. 2. 1978 voru 481 starar á sveimi yfir stúkunni í einum hópi en af þeim flugu 134 í 5 smáhópum i áttina að Skógræktarstöðinni. Þann 23. 2. 1978 flugu 257 fuglar úr hópunum í smá- hópum í sömu átt en 450 urðu eftir. Háskólabíó A norðurgafli Háskólabíós eru járn- bitar sem starar nátta sig á. Þann 13. 2. 1978 voru þar 10 fuglar, 5. 4. 1978 um 80 fuglar og 120 þann 1. 2. 1979. Greinilegt er að starar nátta sig þar yfir veturinn en mismargir og virðist þar aðeins vera rúm fyrir um 200—300 fugla. Gufunes 1 turni og á tönkum við aðalhlið Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi nátta starar sig. Þann 15. 2. 1978 nátt- uðu 7 fuglar sig í turninum en um 400 þann 5. 2. 1979. Starfsmaður í Áburð- arverksmiðjunni, sem Kristinn H. Skarphéðinsson ræddi við þann 6. 6. 1976, taldi að um 200 starar a. m. k. dveldu í turninum að næturlagi yfir veturinn, þó væri þetta nokkuð mis- jafnt. Hraðfrystihúsið á Kirkjusandi Starar hafa náttað sig inni í súð hraðfrystihússins síðustu árin, líklega oftast nálægt 100 fuglar, yfir vetrar- mánuðina. Lokað var fyrir inngöngu staranna seint á árinu 1980. Símstöðin við Suðurlandsbraut Þann 1. 3. 1975 sá Árni Einarsson um 100 stara á flugi mjög hátt yfir loftnets- turninum en þeir tíndust síðar smám saman niður undir jjakskeggið á sím- stöðinni. Ekki er mér kunnugt um að starar hafi náttað sig þar síðan. Stofnstœrð slara í Reykjavík Talningar í Skógræktarstöðinni í Fossvogi og í stúku Laugardalsvallar í febrúar og mars gefa um 1000 fugla. Vitað er að starar nátta sig víðar, en athuganir benda til þess að það sé ekki mikill fjöldi, og sennilega innan við 1000 fuglar. Mjög líklegt er því að fjöldi varppara í Reykjavík sé 500—1000 að vori. Ef reiknað er með að 500 pör nátti sig í Skógræktarstöðinni og í stúkunni að vori og dreifist síðan um bæinn og verpi að meðaltali 5.2 eggjum, 82% klekist og 69% unganna verði fleygir (Jolmson 1971) þá væru um 2470 starar að hausti (þá er ekki tekið tillit til vanhalda hjá fullvöxnum fuglum). Fjöldi stara í Skógræktarstöðinni í ágúst 1975 og í júlí 1977 var áætlaður um 2500 (Tafla II). Talningar sem líffræðinemar við Há- skóla íslands hafa gert í apríl 1975, 1977, 1979 og 1980 benda til þess að fjöldi varppara i Reykjavik geti verið urn 1000 (Agnar Ingólfsson pers. uppl.). LOKAORÐ Hér að framan hefur verið fjallað al- mennt um sögu starans á Islandi. Nokkuð öruggt má teljast, að starar hafi hrakist hingað öldum saman. 160

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.