Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 33

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 33
ósennilegt að lághraðalag geti myndast í jarðskorpu sem gerð er eingöngu úr basalthraunlögum, nema þá að hitastig sé orðið það hátt að bráðnun eigi sér stað. Lághraðalagið undir suður- ströndinni liggur hins vegar svo grunnt að óhugsandi er að þar geti verið um bráðnun að ræða. Þá eru tvær hugsan- legar skýringar eftir; að lagið sé úr móbergi eða setlögum. Ef lagið er úr móbergi hefði verið gosvirkni á víðáttu- miklu svæði þvert á gosbeltin, sem verður að teljast ósennilegt. Setlög eru líklegri skýring. Tvær holur hafa verið boraðar á umræddu svæði. Lega þeirra er merkt inn á 3. mynd. Onnur holan er á Heimaey, meira en 1500 m djúp, hin er í Vík og er 551 m djúp. í holunum íinnast allþykk setlög. Undir Heimaey 4. mynd. Hljóðhraðasnið afjarðlögum undir suðurströndinni (A-B á mynd 3). Tölurnar sýna hljóðhraðann í km/sek (P-bylgja) og brotnu línurnar eru jafnhraðalínur. Heildregnu línurnar marka botn og yfirborð lághraðalagsins. — P-wave velocity cross section along the south coast of lceland (A-B, see Jig. 3.). <fr ro 175

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.