Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 19
Ekki er ólíklegt að starar hafi verpt víðar á íslandi og oftar en hér kemur fram, en ekki orðið vart við það. Ástæð- ur fyrir landnámi stara á Islandi eru eflaust margar. M. a. hefur verið bent á að veðurfar hafi hlýnað rnikið á Islandi eftir 1920, en samhliða því hafi 7 suð- rænar varptegundir numið land hér, og þar á meðal starinn (Finnur Guð- mundsson 1951). Starar virðast ekki hafa breiðst út frá Hornafirði, en upp úr 1970 fóru starar að verpa á ýmsum stöðum utan Reykjavíkur. Virðist útbreiðsluaukning hafa orðið út frá Reykjavík. Landnámið suðvestanlands hefur gengið mjög hægt, og eru starar hvergi búnir að ná öruggri fótfestu utan Reykjavíkur nema á Akranesi og liklega í Keflavík og á Hellu. Þessi hæga útbreiðsluaukning er líklega að hluta því að kenna að víðast hvar er allt gert til að losna við stara. Þessu veldur, að þar sem starar verpa í sambýli við menn \’i 11 það bera við að fólk sé bitið af fló. Staraflóin svonefnda (Ceratophyllus gallinea gallinea (Schrank)) lifir á mörg- um spörfuglategundum, og auk þess á dúfum og hænsnum og ntörgum öðrum fuglategundum. Fullorðnu flærnar sjúga blóð úr fuglum, verpa í hreiðrin og alast lirfurnar þar upp. Ef flærnar finna ekki stara til að sjúga blóð úr fara þær oft á flakk og misgripa sig þá oft á fólki. Einkurn ber á þessu ef lokað hefur verið fyrir inngöngu starans að sínu gamla hreiðri (Sigurður Richter 1977). Er því nauðsynlegt að menn hreinsi út gömul hreiður og loki fyrir opið áður en stari fer að huga að varpi, ef talin er hætta á flóabiti, en ekki eftir að starinn hefur verpt, eins og komið hefur fyrir. SUMMARY Starlings in Iceland: Immigra- tion, distribution, and popula- tion size. by Skarphédinn Thórisson Museum of Natural Hislory P. 0. Box 5320 — Reykjavík, Iceland. Breeding distribution and numbers of starlings (Sturnus vulgaris (L.)) in Iceland were studied, mostly in 1978, but counts were also made in the Reykjavík area in 1975 and 1977. Starlings have been common visitors to Iceland for a long time. They are most common in the autumn, with a peak in October but often stay throughout winter. Smaller numbers arrive in spring, with a peak in April (Fig. 2). A variable number of starlings appear in Iceland every year (Fig. 3). These birds are most likely migrants of Scandinavian origin that have lost their way due to adverse weather conditions, especial- ly during south-easterly winds in the autumn. Starlings were seen in unusually great numbers in autumn 1959 at various places in Iceland, and many stayed thc fol- lowing winter. This led to the establishment of a breeding population in Reykjavik. The first nest of a starling in Iceland was found in Reykjavik in 1935, but the birds laid no eggs. Earlier reports of starlings nesting in Iceland, at Borg on Mýrar, W-Iceland in 1912, at Gardar near Hafnarfjördur SW- Iceland in 1916, and Húsavík N-Iceland in 1928 are false or not substantiated. The first nest with eggs was found on a small island at Höfn in Hornafjördur, SE-Iceland, in 1941 but starlings were thought to have bred in the area for a few years. Starlings have nest- ed at Höfn ever since but their number have remained low. In 1950 and 1951 a nest was found at Fagurhólsmýri, Öraefi, SE-Iceland. In N- Iceland (near Akureyri) starlings bred for the first time in 1954. Since then individual 161 11

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.