Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 36

Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 36
Erling Ólafsson: Eyramölur (Gesneria centuriella) fundinn á Islandi Fiðrildi er sá hópur íslenskra skordýra, sem er hvað best þekktur, bæði hvað varðar fjölda tegunda og útbreiðslu þeirra. Það telst því til tíðinda, er nýjar fiðrildatcgundir íinn- ast hér á landi. Verður nú gerð grein fyrir tegund, sem fundist hefur hér á síðustu árum. Wolíf (1971) getur henn- ar ekki, en hann tók saman allar til- tækar upplýsingar um íslensk fiðrildi fram að þeim tíma. Á árunum 1972-73 stundaði ég rann- sóknir á skordýrum í Þjórsárverum við Hofsjökul. Fannst þá torkennilegt íiðrildi á flögri við rætur Arnarfells hins mikla þann 12. ágúst 1972. Gróðurfar einkenndist þar af þéttri mosaþembu (Racomitrium canescens (Hedw.) Brid.) með grávíði (Salix callicarpaea Trautv.), krækilyngi (Empetrum nigrum L.), smjör- grasi (Bartsia alpina L.) og ýmsum fleiri plöntutegundum. Stutt var niður á ár- eyrar Arnarfellskvíslar með eyrarósar- breiðum (Epilobium latifolium L.) og upp í hina rómuðu Arnarfcllsbrekku, þar sem gróður cr bæði fjölskrúðugur og gróskumikill, víðikjarr, blómstóð og lyngbrekkur, sem vart eiga sinn líka í hálendinu. Aðeins eitt eintak af þessari fiðrildatcgund fannst, en víðimölur (Pyla fusca (Haw.)) var þarna alláberandi og kjarrfeti (Entephria caes- iata (Den. & Schiff.)) ofar í brekk- unni. Fljótt á litið líktist tegundin víði- mölnum, en var þó ljósari og fram- vængir flikróttari, ljósbrúnir með dekkri flikrum. Á víðimöl eru fram- vængirnir hins vegar dökkbrúnir með ógreinilegum llikrum. Auk þess voru vængirnir ívið styttri á torkenndu tegundinni en þó áberandi breiðari en á víðimöl, bæði fram- og afturvængir. Um haustið 1972 fékk ég aðstoð sænsks skordýrafræðings, Per Douwes að nafni, við ákvörðun tegundarinnar. Hún reyndist vera sömu ættar og víði- mölurinn, þ.e. af ættinni Pyralidae, víðimölsættinni. 'Fegundin hcitir Gesneria cenluriella (Den. & Schiff, 1775), og hef ég valið henni nafnið eyramölur á íslensku í samræmi við lífshætti tegundarinnar, sem getið verð- ur síðar (1. mynd). Náttúrufræðingurinn, 51 (4), bls. 178-181, 1981 178

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.