Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 22
C. A. Galbraith og P. S. Thompson: Flóastelkur (Tringa glareola) varpfugl á Islandi Flóastelkur er lítill, gráleitur vaðfugl, u. þ. b. 20 sm á lengd (sjá 1. mynd). Hann er náskyldur stelknum (Tringa totanus), sem er algengur varpfugl hér á landi. Flóastelkur er minni en stelkur, með brúnt bak, alsett hvítum smádílum, en hvitflikrótt stél. A flugi er hvítur gumpurinn áberandi og sést þá einnig, að fæturnir ná vel aftur fyrir stélið. Ólíkt stelki, er flóastelkur ekki með Ijós vængbelti. Flóastelkurinn er útbreiddur varp- fugl í gamla heiminum. Verpur hann um alla Skandinavíu og Sovétríkin allt austur til Kamtsjatka. í Evrópu liggja suðurmörk útbreiðslusvæðisins um Danmörku og Vestur-Þýskaland (Glutz von Blotzheim o. fl. 1977). Vestustu varpstöðvar flóastelksins eru í Skotlandi (Nethersole — 'Fhompson 1971). Þar eru þó aðeins fáein pör, en varppör hafa fundist mest á fimm stöðum sama árið (Sharrock 1976). Varpkjörlendi tegundarinnar eru mýramóar, svo og mýrablettir í skógar- rjóðrum (Sharrock 1976). Þar eð flóa- stelki hefur reynst erfitt að aðlaga sig aukinni ræktun, hefur hann horfið af mörgum svæðum i Mið- og Vestur-- Náttúrufræðingurinn, 51 (4), bls. 164—168, 1981 Evrópu (Voous 1960). Þó má einnig benda á jaað, að ]:>essi landsvæði eru á syðstu mörkum útbreiðslu tegundar- innar, en fuglastofnum á jaðarsvæðum er yfirleitt hættara við að deyja út. VARP STAÐFEST Á ÍSLANDI Þann 26. júní 1981 sáum við flóa- stelkspar við norðanvert Mývatn. Á j^essum stað er mýrlent og nokkrar smátjarnir. Gróðurinn er aðallega starir og grös en mosi í undirgróðri. Svæðið er lítið um sig en engu að síður urpu jjar mörg pör stelka, óðinshana (Phalaropus lobatus), lóujDræla (Calidris a/pina) og heiðlóa (Pluvialis apricaria). Einnig sáum við smyril (Falco columbarius), einn kvenfugl, á svæðinu, marga steindepla (Oenanthe oenanthe) og þúfutittlinga (An- thus pratensis). Ofangreindan dag urðum við fyrst varir við flóastelk jjar sem hann sat á hraunsnös. Gaf hann frá sér lágvært hljóð og hossaði hann sér með stélrykkj- um að hætti flóastelka. Stuttu seinna flaug fuglinn upp og settist rétt hjá okkur. Hegðaði hann sér eins og hann lægi á eggjum. Þannig gekk i um stundarfjórðung, og færði fuglinn sig 164

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.