Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 14
Arnessýsla, frá 1976 I Þorlákshöfn verpti starapar í fyrsta sinn svo vitað sé 1977 í þakskeggi húss að Reykjarbraut 1 og kom upp ungum (munnl. uppl. heimamanna). Þann 4. 5. 1978 voru starar að byggja hreiður á sama stað. Á Stokkseyri, Eyrarbakka, Hvera- gerði og Hvolsvelli er ekki vitað til að starar hafi nokkurn tíma verpt og sjást þeir þar frekar sjaldan. Vorið 1977 verpti starapar í þak- skeggi nýbyggingar við Austurveg á Selfossi og kom upp 5 ungum. Frá marsmánuði og fram eftir voru 1978 héldu 30—40 starar sig á Selfossi (Örn Óskarsson skrifl. uppl.). Þann 7. 9. 1976 sá Borgþór Magnús- son 12 stara sem náttuðu sig undir brúnni á Ytri Rangá við Hellu. Þann 23. 9. 1976 var Borgþór aftur á ferð um Hellu og frétti þá, að starar hefðu verpt þar undanfarin ár og vitað væri um þrjú hreiður. Eg ræddi við fólk á staðnum þann 4. 5. 1978 og var mér tjáð að starar hefðu byrjað varp á Hellu 1975, þá eitt par, en 1977 var vitað um 5 hreiður. Voru mér sýnd staraegg úr einu hreiðri. Flestir höfðu stararnir verið veturinn 1977—1978 eða um 30. Kirkjuból við Stöðvarfjörð 1977 Stari verpti vorið 1977 undir þak- skeggi á húsi á Kirkjubóli. Heyrðist í ungunum, en ekki er vitað til þess að nokkur hafi séð þá né eggin (Steindór Sighvatsson, munnl. uppl.). Skagaströnd 1977 1 bréfi til mín, dags. 12. 4. 1978, segir Páll Jóhannesson, Skagaströnd: „Vet- urinn 1976—1977 voru hér jnír starar allan veturinn og ein hjón urpu síöast- liðið vor í innfellingu við glugga á húsi hér i þorpinu og komu upp þrem eða fjórum ungum. I vetur hafa svo verið hér fjórir starar og núna undir vorið láta þeir mikið á sér bera með alls konar skríkjum og söng.“ Hvanneyri 1977—1978 Bjarni Guðmundsson (bréf dags. 27. 4. 1978) segir að starar hafi fyrst verpt á Hvanneyri 1977. Þá fannst hreiður með 4 eggjum i jjakrennu ibúð- arhúss og komust allir ungarnir upp. Þann 1.4. 1978 sáust 6 starar á Hvann- eyri. Um vorið gerði eitt par sér hreiður i öðru húsi en vorið 1977, var þá búið að loka fyrir inngöngu að gamla hreiðrinu. Þann 7. 5. 1978 sá ég stara fljúga inn undir jrakrennu á húsi á Hvanneyri. Snœfellsnes Leitað var að störum í Stykkishólmi, Grundarfirði, Ólafsvík, Rifi og Hellis- sandi 7. 5. 1978, en þeir sáust hvergi og enginn vissi til að stari hefði nokkurn tíma verpt á þessum stöðum. Á Hellissandi sá Þorsteinn Einarsson 15 stara þann 19. 10. 1959 og 20 þann 17. 2. 1977.1 Stykkishólmi hefurTrausti Tryggvason athugað fugla frá árinu 1967 og segir í bréfi til mín dags. 19. 3. 1978, að hann hafi séð stara af og til á vetrum, 1967—1974, oftast 4—6, en flesta 12. Eftir árslok 1974 hafi hann hins vegar engan séð. Blönduós 1978 Kristinn Pálsson segir í bréfi til min dags. 16. 5. 1978: „Upp úr miðjum apríl sá ég starahjón hér í „ástarhugleiðing- um“ (að para sig) á húsi hér í götunni. Og í gær sá ég annað þeirra fara með rusl í nefi inn um loftrásarop upp við 156

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.