Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 29

Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 29
Bylgjuhraði í setlögum getur verið allt frá 0,33 km/sek í lausum þurrum set- lögum á yfirborði og upp í 5,0 km/sek í gömlum vcl hörðnuðum setlögum, svo sem kalksteini. Bylgjuhraði í íslensku móbergi er nálægt 4 km/sek (Ólafur G. Flóvenz 1979). Endurkastsmælingar krefjast mikils og dýrs tækjabúnaðar og úrvinnsla þeirra mikillar og ílókinnar tölvuvinnu. Þetta eru hins vegar langnákvæmustu og öruggustu mælingar sem unnt er að gera til könnunar á setlögum, enda byggist olíuleit að langmestu leyti á þeim. Tæki til endurkastsmælinga eru ekki til á íslandi. Bylgjubrotsmælingar eru mun auð- veldari í framkvæmd og úrvinnslu en endurkastsmælingar. Þær eru mun ódýrari en gefa að sama skapi minni og ónákvæmari upplýsingar á setlaga- svæðum en endurkastsmælingar. Þær henta hins vegar betur en endurkasts- mælingar þar sem lítið sem ekkert er af endurkastsflötum í jörðu. Við sprengingu við yfirborð'jarðar breiðast bylgjur út í allar áttir frá sprengistað. Utbreiðslu bylgna er oft lýst með útbreiðslu hóps af geislum (sbr. ljósgeisla). Ef bylgjuhraðinn vex með dýpi, sem er langalgengast, svcigj- ast geislarnir, sem niður fara, upp aftur og skrást á bylgjunemana. Þar sem hraðinn vex með dýpi, er sá geislinn, sem fer í sveig niður og upp aftur, fljótari út að bylgjunema en sá sem berst beint eftir yfirborðinu. Þetta er hliðstætt við ljósbrot og því kallað bylgjubrot. Línuritið á 2. mynd sem sýnir hvern- ig geislar berast um lagskipta jörð þar sem hraðinn vex samfellt með dýpi í efsta laginu, lækkar síðan skyndilega í öðru laginu, helst þar stöðugur, en hækkar loks skyndilega í þriðja laginu og vex þar síðan samfellt með dýpi. Við bylgjubrotsmælingar er bylgju- nemum raðað eftir línu út frá skotstað. Mældur er sá tími sem líður frá því að sprengt er og þar til fyrsti geislinn skrá- ist á hinum ýmsu bylgjunemum á mæli- línunni (þessi tími kallast fartími geisl- ans). Lengd mælilínu er háð því hve djúpt ætlunin er að kanna jarðlögin. Því lengra sem bylgjunemi er frá skot- stað þcim mun dýpra í jörðu hefur sá geisli farið sem fyrstur skráist, þó að því tilskildu að bylgjuhraði vaxi með dýpi. Til að fá upplýsingar um efstu 5 kíló- metrana þarf 20-40 km langa mælilínu. Teiknað er línurit sem sýnir þann tíma, sem það tekur fyrsta geislann að fara leiðina milli skotstaðar og bylgjunema, á móti íjarlægð milli þeirra. Slíkt línurit er sýnt á efri hluta 2. myndar. Kallast það fartímarit. Myndin sýnir einnig hvernig fartímaritið lítur út. í efsta laginu, þar sem hraði vex samfellt með dýpi, fara geislar bylgnanna í sveig nið- ur og upp aftur og mynda ferilinn milli a1 og g' á fartímaritinu. Sá geisli, sem fer alveg niður að botni efsta lagsins, skráist í bylgjunema g. Geisli, sem fer örlítið brattar niður frá sprengistað, lendir í lagi 2, og brotnar niður í það þar eð bylgjuhraði þess er minni en bylgjuhraði lags 1. Síðan endurkastast geislinn af botni lags 2 og kemur upp í bylgjunema i á fartímaritinu. Við að fara gegnum lag 2 hefur geislinn tafist nokkuð miðað við þann sem kom upp í bylgjunema g og kemur því fram tíma- stökk í fartímaritinu (punktur i). Jafn- framt koma cngir geislar til yfirborðs milli g og i, þannig að engin eða mjög dauf bylgja kcmur fram á bylgjunema 171

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.