Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 34

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 34
eru þau 600-700 m þykk og liggja. undir móberginu, sem eyjarnar sjálí'ar eru gerðar úr. Undir Vík eru setlögin tæp- lega 300 m þykk (Margrét Kjartans- dóttir, munnl. uppl.). Ekki er vitað um aldur setlaganna. Neðan þcirra taka við basalthraunlög með rauðum milli- lögum. Þessi setlög, eða að minnsta kosti setlögin í Vík, liggja of grunnt til þess að geta verið sömu lögin og valda lághraðalaginu. Verður því að gera ráð fyrir að setlögin sem valda lághraða- laginu séu neðan basaltmyndananna í borholunum, að minnsta kosti í holunni í Vík. Steingervingarnir í Skammadals- kömbum eru mun eldri en móbergið sem þeir finnast í. Jóhannes Askelsson (1960) hefur gert samanburð á steingervingunum í Skammadals- kömbum og Tjörneslögunum og komist að þeirri niðurstöðu að skeljarnar í Skammadalskömbum megi bera saman við tígul- og krókskeljalögin í Tjörnes- lögunum, þó einkum þau síðarnefndu. Hraunlög ofan á krókskeljalögunum (Höskuldarvíkurbasaltið) hafa verið aldursgreind og reynast vera um 2,5 milljón ára gömul (Kristinn Albertsson 1978). Mót krókskelja- og tígulskelja- laganna eru talin vera ámóta gömul og opnun Beringssunds (Þorleifur Einars- son o.fl. 1967) eða eitthvað yfir 3 millj- ón ára gömul. Því er ekki fjarri lagi að áætla aldur setlaganna undir Skamma- dalskömbum 2,5-3,0 milljón ára. Neðra borð setlaganna er á 1,5-2,7 km dýpi og elsti hluti setlaganna undir Skammadalskömbum er liðlega 3 millj- ón ára. Með því að gera ráð fyrir að bergið undir setlögunum hafi myndast ofan sjávarmáls og setlögin séu jafngömul undir öllum mælilínum, má reikna meðalsighraða af völdum upp- hleðslu jarðlaga jarðskorpunnar á þess- um slóðum. Er hann 5-9 mm á ári. Sighraðinn hefur verið metinn á hlið- stæðan hátt út frá borholum á Reykjanesi og reyndist hann þar meiri en 5 mm á ári (Sveinbjörn Björnsson o.fl. 1972). 5. LOKAORÐ Hér að í'raman hafa verið leiddar að því líkur að allvíðáttumikil setlög liggi undir suðurströndinni. Lesandinn ætti að hafa í huga, að þetta er ekki einhlít túlkun á niðurstöðum mælinganna, heldur einungis sú lausn sem líklegust er. Talsvert umfangsmiklar mælingar þyrfti til viðbótar ef fá ætti úr því skorið svo öruggt sé. Mæligögnin sem notuð eru í þessari grein eru fengin frá dr. Guðmundi Pálmasyni hjá Orkustof'nun. Kann ég honum bestu þakkir fyrir. Urvinnsla gagnanna fór fram við Há- skólann í Björgvin. Flyt ég dr. Reidar Kanestrom dósent þar bestu þakkir fyrir veitta aðstoð. Þá las Sigmundur Einarsson jarðfræðingur handrit greinarinnar yfir og færði sitt hvað til betri vegar og Auður Ágústsdóttir tækniteiknari annaðist frágang mynda. Kann ég þeim bestu þakkir f’yrir.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.