Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 3

Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 3
Skarphéðinn Þórisson: Landnám, útbreiðsla og stofnstærð stara á Islandi INNGANGUR Á undanförnum áratugum hafa all- margar fuglategundir numiö land á fs- landi. Einn þessara fugla er starinn (iSturnus vulgaris L.) (1. mynd). f þessari grein eru birtar tiltækar upplýsingar um landnámssögu starans, svo og útbreiðslu hans og líklega stofnstærð í lok áttunda áratugsins. Starinn auk 102 annarra tegunda í gamla heiminum tilheyrir ættinni Sturnidae (Welty 1964). Upprunalega var starinn varpfugl um mikinn hluta Evrasiu (2. mynd). Auk þess hafa starar verið fluttir til Ástralíu, Nýja-Sjálands, Suður-Afriku, Polinesíu, Jamaika og Norður-Ameríku og eru þar nú víða al- gengir (Kessel 1953, Vaurie 1959, Bond 1971). í Evrópu hefur staranum fjölgað mjög mikið á þessari öld og aukið varp- svæði sitt (Voous 1960). Landnám hans á Islandi er dæmi um þessa útbreiðslu- aukningu. í nyrstu löndum Evrópu er starinn víðast hvar farfugl en að mestu leyti staðfugl þegar sunnar dregur (Voous 1960). Grein þessi er byggð á ritgerð sem var hluti af B. S. námi við Háskóla fslands. Umsjónarmaður var prófessor Agnar Ingólfsson. Eg vil þakka Finni Guð- mundssyni og Ævari Petersen sem veittu mér aðgang að gögnum Náttúru- fræðistofnunar fslands, auk þess sem þeir leystu úr mörgum vandamálum sem upp komu við samningu þessarar ritgerðar. Einnig naut ég aðstoðar Er- lings Ölafssonar. Of langt yrði upp að telja alla þá sem veittu mér upplýsingar og kann ég þeim öllunt bestu þakkir fyrir. Agnar Ingólfsson las handritið yfir og gerði margar þarflegar athugasemdir og leiðréttingar. AÐFERÐIll Þessi grein er að nokkru byggð á gögnum, sem birst hafa á prenti, og óbirtum gögnum í spjaldskrá Náttúru- fræðistofnunar fslands (eftirleiðis skammstafað N. f.). Auk þess var skrifað eftir upplýsingum til 26 fuglaáhuga- manna viðs vegar um landið og bárust svör frá 19 þeirra. Einnig var almenn- Náttúrufræðingurinn • 51 (4), 1981 • bls. 145-163, 1981 145 10

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.