Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 40

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 40
Hörður Kristinsson, Sigríður Baldursdóttir og Hálfdán Björnsson: Nýjar og sjaldgæfar fléttutegundir á birki í Austur-Skaftafellssýslu INNGANGUR ítarlegustu rannsóknir, sem gerðar hafa verið á fléttum á trjám á íslandi voru unnar af sænskum grasafræðingi, Gunnari Degelius. Hann ferðaðist um landið árið 1956 og birti ritgerð um niðurstöður sínar árið eftir (Degelius 1957). í þeim telur hann 102 tegundir fléttna, sem vaxa á íslenskum trjám, og hefur þá einnig yfirfarið eldri söfn, og bætt þannig við sínar eigin upplýsing- ar. Degelius gerir þessu efni mjög ítar- leg skil, og ýmsar þær tegundir, sem hann telur, eru afar sjaldgæfar. Fáeinar eru slæðingar, sem hafa flust inn með viði, án þess að ná nokkurri útbreiðslu í landinu. Einnig eru taldar með nokkrar tegundir, sem oftast vaxa á öðru und- irlagi og heyrir til undantekninga, að þær fmnist á trjám. Það má því segja, að allt sé tínt til, enda hafa síðari athuganir á íslensku fléttuflórunni ekki leitt í ljós neinar verulegar viðbætur tegunda á trjám, fyrr en nú. í Austur-Skaftafellssýslu kom Dege- lius aðeins í Bæjarstaðar- og Skaftafells- skóg, og þótt Bernt Lynge, norskur grasafræðingur, hafi safnað fléttum í grennd við Hoffell árið 1939, bendir ekkert til að hann hafi skoðað birkið á því svæði (Lynge 1940). Samt kom það nokkuð á óvart, er tvær nýjar tegundir, Cetraria pinastri (Scop.) S. F. Gray og Platismatia glauca (L.) W. Culb. & C. Culb., fundust á birki í Tungufellsskógi innan við Hof- fell í Nesjum við Hornafjörð sumarið 1979. Auk þessara nýju tegunda voru þarna nokkrar afar fágætar fléttuteg- undir á birki, t. d. Hypogymnia physodes (L.) Nyl., H. tubulosa (Schaer.) Hav. og Parmeliopsis ambigua (Wulf.) Nyl., og bentu því þessir fundir eindregið til þess, að hér og í nálægum skógum mætti vænta fleiri nýjunga á þessu sviði. Það var því ákveðið, að kanna betur útbreiðslu fléttna á birki á svæð- inu frá Suðursveit norður í Lón (Sig- ríður Baldursdóttir 1980). Leiddi þessi Náttúrufræðingurinn, 51 (4), bls. 182—188, 1981 182

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.