Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 24

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 24
færðist ró yfir fuglana. Tiu mínútum síðar varð kvenfuglinn aftur órólegur, gall hátt, og vingsaði stélinu í sífellu. Skyndilega hljóp hann niður af steinin- um, og á sama tima breyttist hljóðið í honum og varð aftur lágvært. Rétt í þessu sáum við tvo litla unga á hlaupum á eftir fuglinum. Við hlupum til og gómuðum annan þeirra. Unginn var lítill, aðeins um tveggja daga gamall. Er hann var gómaður, gaf hann frá sér hátíðnihljóð scm líktist helst hljóðum lyngstelksunga (Tringa nebularia). Þegar við slepptum unganum, hljóp hann út á næstu tjörn og synti stutta leið en snéri svo aftur til bakkans. Meðan við ljós- mynduðum ungann, ílugu fullorðnu fuglarnir yfir höfðum okkar og skræktu stöðugt. Þar eð við höfðum fundið ungana og þar með sannreynt, að flóa- stelkur hafi orpið á svæðinu, yflrgáfum við staðinn til þess að trufla fuglana ekki frekar. Flóastelkur hefur þvi bæst í hóp ís- lenskra varpf'ugla. Þessi uppgötvun okk- ar er þó vonandi aðeins byrjun á frekari athugunum á flóastelki á íslandi. í þessu sambandi verða margar spurningar áleitnar, t. d. er hér um raunverulega stækkun á varpútbreiðslusvæði flóa- stelks í heiminum að ræða? Eða er þctta aðeins einstakt tilfelli? 1 þessu sambandi er rétt að geta fyrri athugana á flóastclki á Mývatnssvæðinu. FYRRI ATHUGANIR Alllangt er síðan, að fyrst kom fram grunur um það, að flóastelkur yrpi á Islandi. Flóastelkur sást fyrst hérlendis sumarið 1959, í Framengjum sunnan við Mývatn (Arnþór Garðarsson 1969). Síðan hefur tegundarinnar orðið vart nokkuð reglulega að sumarlagi á Mý- vatnssvæðinu. Hér eru raktar nokkrar athuganir því til stuðnings. Stuðst er við nokkur óbirt gögn á Náttúrufræðistofn- un íslands svo og frá Sven-Axel Bengt- son (bréfl. uppl.). Ekki er ætlunin að gefa heildaryfirlit. Arnþór Garðarsson (1969) getur urn fjórar athuganir á flóastelkum á Islandi, þar af þrjár af litlu svæði sunnan Mý- vatns, sumrin 1959, 1961 og 1963. Reyndust fuglarnir frá 1959 og 1961 vera fullorðnir kvenfuglar. Fuglinn sem sást 1963 hegðaði sér þannig, að líklegt var, að hann ætli unga. Sama surnar leitaði Sven-Axel Bengtson í tvo daga að flóastelkum á Mývatnssvæðinu en án árangurs. Tveimur árum seinna (27.5.1965) fann sami athugandi einn flóastelk í Framengjum. Gaffuglinn frá sér hljóð í sífellu er benti eindregið til varps. Þ. 7. ágúst 1966 taldi Bengtson sig hafa séð íleygan unga við Skútustaði. Ekki cr þó unnt að taka þá athugun fullgilda sem sönnun fyrir varpi ílóastelka á íslandi, þar eð fugl- inn gæti hafa komið erlendis frá, þótt ólíklegt sé. Þá sáu þeir Bengtson og Jon Fjeldsá cinn flóastelk ásamt 3 stclk- um milli Grímsstaða og Reykjahlíðar 21. maí 1969. í júlí 1979 sáust 2 flóastelkar við norðanvert Mývatn á sömu slóðunt og þeir f'undust mcð unga árið 1981. Héldu jteir sig á svæðinu a. m. k. til 8. júlí (David Hunt o. fl.). Hegðun jteirra benti til jress, að jteir hafi verið með unga, en jtessum athugunum var ekki f'ylgt eftir. Sumarið 1980 sást svo stakur flóastelkur á sama stað j^ann 25. júní en ekkert benti til varps (Árni Waag, D. Hunt). Af þessari upptalningu sést, að flóa- stelkar hafa verið viðloðandi á Mý- 166

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.