Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 37
1. mynd. Eyrarmölur (Gesneria centuriella (Den. & SchiíT.)) fundinn við Arnarfell hið mikla, 12.8. 1972. Lengd á milli enda framvængja 26 mm. — Gesneria centuriella (Den. & Schiff.) found near Arnarfell hið mikla, Central Iceland, 12.8. 1972. Eyramölur er norðlæg tegund á norðurhveli jarðar. Valle (1933) segir tegundina útbreidda um allt Finnland. Hún er þar hvergi algeng, en þó al- gengari eftir því sem norðar dregur. í Noregi er hún þekkt allt norður til 70°N. Wahlgren (1915) getur eyramöls aðeins frá nyrstu héruðum Svíþjóðar. Hann er síðan útbreiddur austur eftir Síberíu, í fjalllendi M.-Evrópu og í Kákasus. Á Grænlandi er tegundin út- breidd beggja vegna jökuls, allt norður fyrir 74°N á A.-Grænlandi (Wolll' 1964). í N.-Ameríku er meginút- breiðsla eyrarmöls á svipaðri brciddar- gráðu og Hudsonílói (Downes 1966). Eftir að eyramölurinn fannst fyrst við Arnarfell hið mikla, hcfur hann fundist nokkrum sinnum annars staðar á landinu. Hálfdán Björnsson á Kví- skerjum fann tvö eintök vestan Skeiðar- ár, á mel niður með Stóra-Sandál, þann 1. júlí 1976, og þriðja eintakið þann 4. júlí sama ár. Á sama stað og tíma fund- ust íjölmörg eintök af sandyglu (Phote- des stigmatica Ev.), sem gerð hefur verið grein fyrir áður í Náttúrufræðingnum (Erling Ólafsson og Hálfdán Björnsson 1976). Þann 26. júní 1977 fann Hálfdán enn eitt eintak af eyramöl á sama stað og fjögur þann 6. júlí 1978. Það er því sennilegt, að tegundin sé útbreidd á Skeiðarársandi og jafnvel víðar á sönd- unum sunnlensku, þar sem skilyrði henta. Helstu plöntur á söfnunarstaðn- um voru blóðberg (Tliymus arcticus (E. Durand) Ronn.), tágamura (Potentilla anserina L.), eyrarós, vingull (Festuca sp.) og hrossanál (Juncus arcticus Willd). Að lokum fannst tegundin, er ég var við athuganir á skordýrum í Hvanna- lindum norðan Vatnajökuls sumarið 1980. Eundust þar tvö eintök þann 7. ágúst, annað á flugi yfir eyrarósar- 179

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.