Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 12

Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 12
6. mynd. Fjöldi stara í árlegri jólatalningu N. í. á Suðurnesjum og í Reykjavík og nágrenni árin 1952— 1978. Toppurinn á linuritinu 1960 sýnir hinn mikla fjölda stara sem kom haustið 1959 en lægðirnar 1973—1975 stafa af því að 1973 og 1974 voru óvenjufáir starar á rusla- haugunum í Gufunesi og 1975 var ekki talið þar. — Mumber of starlings observed in annual Christmas counts in theyears 1952— 1978. The decline in numbers 1973— 1975 resulted from few birds being present or no counts being made at Reykjavík municipal rubbish dump. taldi bandarísk kona sem var í för með honum, að hún hefði séð þar 2 fleyga unga. I bréfi dags. 26. 3. 1978 segir Rafn Sigurðsson í Borgarnesi stara hafa orpið í fyrsta sinn 1975 í Borgarnesi, svo hann viti. Hreiðrið var undir þakbrún húss við Brákarbraut. Tvö egg voru tekin úr hreiðrinu og hættu þeir þá við varpið. Einnig sá Rafn 5 stara þar haustið 1976 og aftur haustið 1977. I bæði skiptin var um tvo fullorðna fugla og 3 unga að ræða. Þann 14. 6. 1976 heyrði Ólafur K. Nielsen í fullorðnum fuglum og ungum í trjágarði í Borgarnesi. Reyðarfjörður 1967—1969 I bréfi dags. 31. 1. 1969, frá Óskari Agústssyni, Reyðarfirði, til Eyþórs Ein- arssonar segir: „Þá vil ég láta það fylgja með, ef til tíðinda mætti teljast, að í sumar (1968) verptu 3 starapör í sjávar- klettum sunnan í Hólmanesi, innan um fýl og ritu í svonefndri Syðri Hólma- borg.“ I bréfi til mín, dags. 17. 2. 1978, segir Óskar: ,,Ég hef komist að því síðan ég skrifaði umrætt bréf, að stararnir hafa orpið á svipuðum slóðum árið 1967. Einnig er trúlegt að þeir hafi orpið þar 1969, þvi þá um haustið voru hér að flækjast 12—14 fuglar, og voru sumir 154

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.