Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 13
einlitir (ekki með ljósum dröfnum).“ í bréfinu fylgir nákværn lýsing á stað- háttum. Stararnir smugu inn í holur of- arlega í 15 — 20 m háum klettum þar sem blágrýtið var smásprungið og flísað. Akranes, frá 1971 I bréfi til min dags. 19. 3. 1978 greinir Jón Pétursson frá landnámi stara á Akranesi. Hann tók fyrst eftir störum um áramótin 1970—1971 og sá þá 6 fugla, og þá um vorið sá hann þá bera efni í hreiður. Síðan hefur störum fjölg- að jafnt og þétt og telur Jón að um 20 pör verpi þar nú. Á vetrurn nátta þeir sig inni í smíðahúsi við Skipasmiðastöð Þorgeirs og Ellerts og hefur Jón talið milli 50 og 60 fugla þar. Þann 29. 5. 1976 fann Jón dauðan stara við Skipa- smíðastöðina sem merktur hafði verið fullvaxinn i Reykjavík 14. 12. 1975. Sudurnes, frá 1972 Að Minni-Vatnsleysu á Vatnsleysu- strönd byrjuðu starar að verpa 1972-- 1973 (samkv. uppl. starfsmanns svína- búsins). Þann 3. 5. 1978 fann ég fimm staði þar sem starar voru að byggja hreiður og voru þau öll inn undir þak- skeggi útihúsa. Annars staðar á Vatns- leysuströndinni kannaðist fólk ekki við að starar hefðu verpt þar um slóðir. I \;ogum hafa starar verpt inni undir þakskeggi að Vogagerði 33 siðan 1975. Var þar hreiður í byggingu þann 3. 5. 1978. Einnig verptu starar á samkomu- húsinu 1977 en steypt var undan þeint (munnl. uppl. heimilisfólks að Voga- gerði 33). í Keflavík og Ytri Njarðvík hafa star- ar líklega byrjað varp upp úr 1975. Að Borgarvegi 13 gerðu starar sér hreiður 1976 en það var eyðilagt. Inngöngunni var lokað 1977 en þann 3. 5. 1978 sá ég þó stara smjúga inn um rifu á húsinu. Að Vesturgötu 19 fannst starahreiður með ungum um miðjan maí 1978 (Einar Guðmundsson munnl. uppl.). Yfir vet- urinn sjást oft starar í ætisleit i fjörunni neðan við Njarðvíkurfitjar, en flestir, um 100 sáust þar 26. 10. 1976. Tel ég líklegt að um 10 pör verpi i Keflavík og Ytri Njarðvik. Fyrsta staravarp sem fólk vissi um í Gerðum, var 1977 og þá liklega 4—5 pör. Sagði fólk að allt hefði verið gert til að koma í veg fyrir þennan ,,ófögnuð“. Ekki höfðu starar sést þar vorið 1978 og sá ég engan stara þar 3. 5. 1978. Stara- hópar sjást oft i Gerðum á vetrum. Þann 20. 11. 1966 sá Ævar Petersen 30—40, 11.3. 1973 sá Sigurður Blöndal 50, Kristinn H. Skarphéðinsson sá þar 30 stara þann 9. 11. 1975 og ég sá 15 — 20 fugla þann 9. 11. 1976. Auk þess hafa 1 — 10 fuglar sést í nokkur skipti á vetr- um. Að Túngötu 3 i Sandgerði sá ég stara smjúga inn undir þakskegg hússins þann 3. 5. 1978. Kristinn H. Skarphéð- insson og Jóhann Ó. Hilmarsson ræddu við húsráðanda 4. 5. 1978 og fengu þær upplýsingar að starar hafi verið þar i varphugleiðingum 1973—1974. Eittpar hefur komið þangað á hverju vori síðan en aldrei getað verpt vegna ráðstafana heimilisfólksins. Ekki er vitað til þess að starar hafi verpt í Höfnum en þeir sjást oft á vetr- unr, mest 8 fuglar 26. 12. 1972 (Arnþór Garðarsson). Stararsjást frekar sjaldan í Grindavík en flestir (22) sáust þann 26. 12. 1972 skammt vestan við þorpið (Jón B. Sigurðsson). 155

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.