Náttúrufræðingurinn - 1983, Qupperneq 7
s
Dr. Ingimar Oskarsson
Minningarorð
ÆVIÁGRIP
Ingimar Aðalsveinn Óskarsson, eins
og hann hét fullu nafni, fæddist 27.
nóvember 1892 að Klængshóli í Skíða-
dal í Svarfaðardalshreppi, utanvert við
Eyjafjörð. Foreldrar hans voru Óskar
Rögnvaldsson, bóndi þar, og Stefanía
Jóhanna Jónsdóttir, kona hans. Voru
þau bæði norðlenskrar ættar. Ingimar
tók gagnfræðapróf á Akureyri 1913 og
var síðan heimiliskennari í Svarfaðar-
dal og Hrísey 1914-1919. Hann
kenndi við barnaskóla í Svarfaðardal
1919-21 og barna- og unglingaskóla á
Árskógsströnd 1921—23, við Mennta-
skólann á Akureyri 1929—30, ung-
lingaskóla í Svarfaðardal og á Dalvík
1939-45 og Gagnfræðaskóla Reykja-
víkur 1945-47. Aðstoðarmaður við
Fiskideild Atvinnudeildar Háskólans
(síðar Hafrannsóknastofnunina) frá
1947 til 1978. Vann skrifstofustörf á
Akureyri og á Dalvík 1927-29,1930-
36 og 1937-39. Bóndi (samhliða
kennslu) 1939-45.
Ingimar var framkvæmdastjóri
Ræktunarfélags Norðurlands 1923—24
og umsjónarmaður Lystigarðs Akur-
eyrar 1929-31. Hann var ritari guð-
spekistúkunnar Systkinabandsins á
Akureyri 1928-34 og formaður
1934-36. Gjaldkeri Sjúkrasamlags
Svarfdæla 1944—45. Félagi í Hinu ís-
lenska náttúrufræðifélagi frá 1926 og
heiðursfélagi þess frá 1960. í
Vísindafélagi íslendinga var hann frá
1931. Hann hlaut verðlaun úr Sjóði
Ásu Wright 1971, var sæmdur riddara-
krossi Fálkaorðunnar 1973 og varð
heiðursdoktor við Háskóla íslands
1977. Þá var hann kjörinn heiðursfé-
lagi í Félagi íslenskra náttúrufræðinga
1978.
Frá árinu 1922 fékkst Ingimar við
skipulegar rannsóknir á flóru og gróðri
íslands, og sérstaklega á undafíflum
frá 1950. Hann vann að rannsóknum á
skeldýrum við ísland og á íslandi frá
1921.
Ingimar lést í Reykjavík 2. maí
1981. Eftirlifandi kona Ingimars er
Margrét Kristjana Steinsdóttir, Bjarna-
sonar, síðast bónda í Vatnsfjarðarseli
við Isafjarðardjúp, og konu hans Ingi-
bjargar Þorvaldsdóttur. Þau gengu í
hjónaband 2. október 1924. Börn
þeirra eru þrjú: Óskar, f. 1928,
leiklistarfulltrúi hjá Ríkisútvarpinu,
Ingibjörg, f. 1930, starfar við Kenn-
araháskóla íslands, og Magnús, f.
1933, hljómlistarmaður.
grasafræðirannsóknir
Ingimar Óskarsson hafði strax í
æsku mikinn áhuga á náttúru lands
Náttúrufræöingurinn 52 (1-4), bls. 1-15, 1983
1