Náttúrufræðingurinn - 1983, Side 10
sem hann fann á svæðinu, en um
hverja tegund er getið við hvernig
skilyrði hún vaxi og hve hátt yfir sjáv-
armál, og getið um vaxtarstaði ef teg-
undin er ekki algeng. Að auki er í
greininni stutt yfirlit yfir helstu plöntu-
samfélög á svæðinu, og öll er þessi
fyrsta ritsmíð Ingimars hin greini-
legasta. í þessari ferð fann Ingimar
tvær nýjar tegundir fyrir landið, skóg-
elftingu og langnykru og fjölmarga
nýja vaxtarstaði annara tegunda.
Helstu „nýjungar úr gróðurríki ís-
lands“, sem hann fann á ferðum sín-
um, birti hann fregnir um undir þessu
nafni í skýrslu Hins íslenska náttúru-
fræðifélags fyrstu tvo áratugina eða
svo sem hann stundaði grasafræði-
rannsóknir, og urðu þær greinar alls
fjórar. Sú fyrsta kom út sama árið og
greinin um rannsóknir hans við Djúp,
og er þar m. a. skýrt frá fundi skógelft-
ingarinnar, en einnig frá nýfundnum
vaxtarstöðum rúmlega fjörutíu annara
tegunda. Sumar þeirra höfðu ekki
fundist áður í þeim landshlutum sem
Ingimar fann þær, og nægir þar að
nefna naðurtungu og lensutungljurt
sem hann fann báðar á Vestfjörðum í
fyrsta sinn í rannsóknarferðinni 1925.
Árið 1929 birti hann einnig stutta
grein í þýsku grasafræðitímariti um
þær fimm tegundir sem hann hafði
fundið hér með vissu fyrstur grasa-
fræðinga árin á undan, en auk þeirra
tveggja sem áður eru nefndar voru
þetta fjallkrækill, birkifjóla og trjónu-
stör. í áðurnefndu þrjátíu ára yfirliti
yfir gróðurrannsóknir sínar í Nátt-
úrufræðingnum 1943 birtir Ingimar all-
margar nýjungar til viðbótar, þ. e.
nýja vaxtarstaði áður þekktra
tegunda, og getur allra þeirra tegunda
sem hann hafði fundið hér fyrstur, en
þær voru þá orðnar átta, mánajurt,
akurarfi og reykjadepla höfðu bæst við
þær sem áður eru taldar.
Eftir það birti hann fregnir af nýjum
vaxtarstöðum og tegundum í Náttúru-
fræðingnum.
Ingimar hélt áfram rannsóknum sín-
um á útbreiðslu plantnanna í einu
byggðarlaginu af öðru eftir því sem
hann gat við komið og tímar leyfðu frá
amstri og brauðstriti. 1926 ferðaðist
hann um Hrísey, Höfðahverfi, Látra-
strönd, Þorgeirsfjörð, Hvalvatnsfjörð
og Kaldakinn. 1927 fór hann aftur á
móti austur á firði og kom við á ýms-
um fjarðanna, en rannsakaði einkum
Reyðarfjörð og Eskifjörð og Fljóts-
dalshérað innan Egilsstaða, allt inn að
Kleifarskógi. Um þær rannsóknir
skrifaði hann líka grein í Botanisk
Tidsskrift og kom hún út 1929. Sú
grein er eingöngu um háplöntuflóru
Reyðarfjarðar að Eskifirði meðtöld-
um og getur hann þar um 244 tegundir
á því svæði og hversu algengar þær séu
þar. 1929 og 1930 fékkst Ingimar við
flórurannsóknir inni í Eyjafirði og á
Akureyri og nágrenni. 1930 kom líka
út hjá Vísindafélagi Islendinga ritgerð
á ensku eftir hann um flóru og gróður
Hríseyjar, en þar fann hann 170 teg-
undir háplantna. Ritgerð um flóru og
gróður Eyjafjarðar og Akureyrar kom
svo tveimur árum síðar hjá Vísindafé-
laginu, en auk yfirlits um gróðurfar og
flórulista með 284 tegundum há-
plantna er þar að finna ágrip um rækt-
aðar plöntur, og þá einkum tré og jurtir
í görðum á Akureyri, en hann átti
einmitt eftir að skrifa merka bók um
garðaplöntur eins og síðar verður
getið.
4