Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 11
1931 hélt Ingimar áfram rannsókn-
um í Svarfaðardal, sem hann hafði þó
kannað mikið áður, og undirbjó rit-
gerð um flóru dalsins sem birtist svo í
Botanisk Tidsskrift 1937. í þeirri grein
er getið 262 tegunda háplantna í Svarf-
aðardal og Skíðadal og hve hátt upp í
hlíðarnar hver tegund vaxi. Sumarið
1931 tók snjó óvenju seint upp efst til
fjalla og því átti hann í nokkrum erfið-
leikum með þær tegundir sem uxu
ofan 900 m hæðar, en engu að síður er
ritgerðin hin merkasta því hæðarmörk
einstakra tegunda höfðu þá sáralítið
verið rannsökuð hér á landi.
Ingimar fór síðan um allan Fnjóska-
dal til rannsókna árin 1932 og 1933 og
rannsakaði þá einnig Vaðlaheiði. 1936
hélt hann til Suðausturlands og rann-
sakaði Hornafjörð, en kom í leiðinni
víða við og hugði að og safnaði plönt-
um sunnan til á Austfjörðum. í yfirlits-
greininni sem áður er getið segist Ingi-
mar hafa samið sérflórur um bæði
þessi svæði, þ. e. Fnjóskadal og
Hornafjörð, en hvorug hefur verið
prentuð. 1937 ferðast hann um Húsa-
vík og nágrenni og út í Flatey á Skjálf-
anda, en það var ekki fyrr en nærri
þrjátíu árum síðar eða 1966 að hann
birti ritgerð um gróðurlendi og flóru
Flateyjar í tímaritinu Flóru, og getur
þar um 124 tegundir sem vaxa í eynni.
Næstu tvö ár, 1938 og 1939, fer hann
um byggðir Eyjafjarðar og rannsakar
Möðruvallasókn, Hörgárdal, Öxnadal
og Kræklingahlíð, og 1941 um Ól-
afsfjörð. Sérflórur þessara svæða seg-
ist hann í yfirlitsgreininni einnig hafa
samið, en þó þær hafi heldur ekki
verið prentaðar sem slíkar hlýtur sú
vitneskja sem þar hefur verið að finna
að einhverju leyti að koma fram í rit-
gerðinni urn háplöntuflóru héraðanna
umhverfis Eyjafjörð, sem Ingimar
skrifaði í ritið Lýsingu Eyjafjarðar og
út kom 1949, þar sem getið er 338
tegunda frá Eyjafirði.
Sumarið 1944 ferðaðist Ingimar um
Öxarfjörð og Núpasveit til grasa-
fræðirannsókna og tveimur árum
seinna birti hann ritgerð um þær í
Náttúrufræðingnum. Þar er eins og í
fyrri ritgerðum hans stutt yfirlit yfir
gróðurfar svæðisins, en aðaláherslan
lögð á háplöntuflóruna og þá einkum
þær tegundir sem hafa takmarkaða út-
breiðslu á landinu. Alls getur hann 233
tegunda með nafni, en sleppir
nokkrum tegundum undafífla sem
hann átti í erfiðleikum með að greina,
en í nokkrum fyrri ritgerðanna viðhef-
ur hann svipuð orð um ógreinda unda-
fífla og þykir greinilega súrt í brotið að
þurfa að sleppa þeim. Það kom því
ekkert á óvart þegar Ingimar fór að
gefa undafíflum hýrara og hýrara
auga. Um eða upp úr 1950 snýr hann
sér að þeim fyrir alvöru, fyrst að því að
afla sér nægilegra upplýsinga og þekk-
ingar á þeim til að greina það sem
hann og aðrir lágu með ógreint af ein-
tökum þessarar ættkvíslar, sem æxlast
einkum með undarlegum hætti, þ. e.
myndar fræ án þess að frjóvgun hafi
orðið. Síðan vann hann að því að safna
þeint sem víðast og fá aðra til að safna
þeim til að fá sem bestar upplýsingar
um undafíflana og útbreiðslu þeirra á
landinu öllu.
1943 hafði stjórn Hins íslenska nátt-
úrufræðifélags skipað þá Ingimar, Ing-
ólf Davíðsson og Steindór Steindórs-
son til að vinna að undirbúningi III.
útgáfu Flóru íslands. Þeir skiftu þann-
ig með sér verkum að í hlut Ingimars
5