Náttúrufræðingurinn - 1983, Qupperneq 12
kom að endurskoða og endursemja
greiningarlykla og ættalýsingar. Verk-
ið tafðist nokkuð vegna ýmis konar
óvissu á styrjaldarárunum og kom III.
útgáfa Flóru út 1948. Öll vinna við
útgáfuna var vönduð og vel af höndum
leyst sem vænta nrátti af slíkum
mönnum.
Ingimar flutti til Reykjavíkur með
fjölskyldu sína árið 1945 og fékkst
fyrstu tvö árin einkum við kennslu, en
1947 réðst hann sem aðstoðarmaður
að Fiskideild Atvinnudeildar Há-
skólans, sem nú heitir Hafrannsókna-
stofnun, og fékkst þar við aldursá-
kvarðanir á fiskkvörnum, einkum úr
þorski, sem er nákvæm smásjárvinna.
Hneigðist hann nú meira að rannsókn-
um dýra en áður, einkum sjávardýra,
en var þó síður en svo búinn að gefa
grasafræðina upp á bátinn. Þvert á
móti var hann nú búinn að fá í hend-
urnar rannsóknatæki, sem hann hafði
ekki átt aðgang að áður, og sem gerðu
honum það auðveldara að taka unda-
fífla þeim tökum senr dugðu. Öðrum
plöntum var hann þó ekki búinn að
gleyma, hann flutti t. d. ýtarlegt erindi
um íslenskar starir á fundi Hins ís-
lenska náttúrufræðifélags haustið
1950, sem prentað var í Náttúrufræð-
ingnum árið eftir, en þar fjallaði hann
um rannsóknir á störunum og út-
breiðslu þeirra hér sem hann hafði
lengi haft sérstakan áhuga á. Sjálfur
leysti hann einmitt eitt staravandamál-
ið hér á landi um þetta leyti, þegar
hann ákvarðaði Fljótsheiðarstörina
svokölluðu endanlega til tegundarinn-
ar Carex heleonastes, tuttugu árum
eftir að hún fannst fyrst, og skýrði frá
því í grein í Náttúrufræðingnum 1953.
1950 kom líka út í fyrsta sinn bókin
Garðagróður, sem Ingimar skrifaði
ásamt Ingólfi Davíðssyni, og nú hefur
verið gefin út þrisvar sinnum. Þetta
var mjög vönduð og kærkomin bók
fyrir alla sem áhuga hafa á að rækta
garðinn sinn og vilja vita hvað þeir eru
að rækta. í þessari garðaflóru voru
greiningarlyklar og lýsingar á rúmlega
sex hundruð tegundum, sem ræktaðar
voru í görðum, einkum í Reykjavík,
Hafnarfirði og á Akureyri, þar af eru
um níutíu íslenskar, en afgangurinn
innfluttar tegundir. Ingimar samdi alla
greiningarlykla bókarinnar og kaflana
um einærar jurtir og tré og runna, en
Ingólfur sá um afganginn. Garða-
gróður náði strax mikilli útbreiðslu og
er enn mikið notuð, þótt nú hafi fleiri
bækur af þessu tagi komið á markað-
inn og margar fagurlega myndskreytt-
ar. Að baki þessari bók lá óhemju
vinna við að skoða garða og ákvarða
tegundir, sem oft var erfitt vegna
skorts á handbókum og plöntuein-
tökum til samanburðar.
Eftir að Ingimar fór að fást við
undafífla af ráði fór hann einkum ferð-
ir til að safna þeim og rannsaka út-
breiðslu þeirra. Sumarið 1949 fór hann
um Dalasýslu, 1950 um Þingvelli og
víðar um Suðvesturland, sumarið eftir
um Hvalfjörð, 1952 um Snæfellsnes,
1953 um Vestfirði og Suðurland og
1954 um Eyjafjörð og Mývatnssveit.
Að vísu hugði hann einnig að öðrum
plöntum í þessum ferðum og skráði
nýja fundarstaði þeirra, m. a. viðaði
hann að sér efni í eina staðarflóruna
enn sumarið 1949, þó grein hans um
flóru og gróður í í sunnanverðri Dala-
sýslu kæmi ekki út fyrr en 1967 að hún
var prentuð í tímaritinu Flóru.
Nokkrir grasafræðingar höfðu rann-
6