Náttúrufræðingurinn - 1983, Síða 14
ar. Höfuðritið kom þó út 1966, yfirlit
og endurskoðun íslenskra undafífla,
mikil ritgerð upp á 170 blaðsíður. Þar
er tekið til endurskoðunar allt sem
ritað hafði verið um og safnað af ís-
lenskum undafíflum og höfundinum
var kunnugt. Niðurstaðan er sú að
héðan séu alls þekktar 177 tegundir,
og yfirgnæfandi meirihluti þeirra sé
einlendur, þ. e. vaxi hvergi utan ís-
lands. Uppruna íslenskra undafífla tel-
ur Ingimar að rekja til næstu landa
eins og áður segir, og svo virðist sem
þeir sem skyldastir eru færeyskum og
breskum tegundum og vaxa hér eink-
um suðaustan-, sunnan- og suðvestan-
lands hafi borist hingað seinna en hin-
ar, hvernig sem á því stendur.
Með þessum rannsóknum skipaði
Ingimar sér á bekk með færustu unda-
fíflafræðingum. Áðurnefnd grundvall-
arrit munu lengi halda nafni hans á
lofti og þar koma þekking hans og
færni til að aðgreina plöntur og lýsa
þeim best í ljós. Sé það haft í huga að
hann aflaði sér sinnar sérþekkingar að
mestu á eigin spýtur, því skólagangan
og þjálfunin var stutt, er þetta enn
aðdáunarverðara.
Auk íslenskra og færeyskra unda-
fífla skrifaði Ingimar einnig um græn-
lenska, því þegar unnið var að undir-
búningi grænlenskrar flóru leituðu
höfundar hennar, Danirnir Tyge Böc-
her, Kjeld Holmen og Knud Jakobsen
til Ingimars og fengu hann til að skrifa
kaflann um undafífla í hana. Þessi
flóra, Grpnlands Flora, kom svo út
1957 en var gefin út aftur 1966 og
1978. 1959 skrifaði hann svo í Bota-
nisk Tidsskrift um nýja tegund frá
Grænlandi sem honum hafði verið
send til ákvörðunar.
Eftir að grundvallarrit Ingimars
komu út hélt hann áfram að fást við
undafífla og lýsti og birti ritgerðir um
þrjár nýjar tegundir í viðbót. Eins
fékkst hann við aðrar plöntur þegar
færi gafst, menn sendu honum plöntur
til greiningar og fréttir af nýjum fund-
arstöðum, sem hann svo kom á prent.
Ingimar flutti ótal fræðsluerindi um
plöntur, bæði í útvarp og annars staðar
og skrifaði fjölda fræðslugreina, eink-
um í Náttúrufræðinginn. Hann þýddi
einnig fræðslubækurnar „Villiblóm í
litum“ sem kom út 1963 og „Stofu-
blóm í litum“ 1964, báðar úr dönsku.
En til þess að þýðingin kæmi að fullum
notum þurfti að gefa mörgum tegund-
um sem ekki vaxa hér íslensk nöfn og
það tókst honum yfirleitt vel, þó nöfn-
in séu misjöfn eins og von er.
Þegar undirbúningur hófst að útgáfu
Flóru Evrópu fyrir 27 árum og ákveðið
var að fá til samstarfs einn aðstoðarmann
eða ráðgjafa frá hverju landi Evrópu,
var leitað til Ingimars og hann beðinn
að taka slíkt starf að sér hér á landi.
Hann féllst á það og lagði á ráð og
veitti upplýsingar um útbreiðslu þeirra
tegunda hér á Iandi sem fjallað var um
í I. bindi Evrópuflórunnar og kom út
1964, en taldi sig svo ekki hafa tök á
að halda því áfram.
Loks skal þess getið að Ingimar var
einn þeirra sem aðstoðaði við gerð
Islenskrar orðabókar, sem Árni Böðv-
arsson ritstýrði og út var gefin 1963.
Það er ótrúlega mikið sem Ingimar
Óskarsson vann á sviði grasa-
fræðirannsókna hér á landi og allt var
það unnið af stakri nákvæmni og sam-
viskusemi. Hann tók við af brautryðj-
endunum í íslenskri grasafræði, þeim
Stefáni Stefánssyni og Helga Jónssyni
8