Náttúrufræðingurinn - 1983, Side 15
sem báðir dóu langt um aldur fram á
þriðja tugi aldarinnar, og hélt áfram
rannsóknum á háplöntum og út-
breiðslu þeirra hér á landi og vann þar
frábært starf. Ritgerðir hans um þessar
rannsóknir skifta mörgum tugum, eins
og sjá má á ritskránni sem fylgir þess-
ari grein.
Eyþór Einarsson
DÝRAFRÆÐIRANNSÓKNIR
Mikilvægasta framlag Ingimars Ósk-
arssonar til þekkingar okkar á dýralífi
íslands voru rannsóknir hans á sæ-
skeldýrafánu landsins. Fyrsta ritgerð
hans um sæskeldýrarannsóknir í Eyja-
firði birtist í Náttúrufræðingnum árið
1944, en seinustu grein sína um þessar
athuganir birti hann í sama riti árið
1977, eða 33 árum síðar.
í ritgerð sinni um rannsóknir í Eyja-
firði getur hann fyrst þeirra örfáu ís-
lendinga er áður höfðu gefið sig að
athugunum á íslenskum sæskeljum.
Ber þar fyrst að nefna þá Eggert Ólafs-
son og Bjarna Pálsson, er gáfu yfirlit
um sælindýr við ísland í Ferðabókinni
árið 1772.
Fyrstu sjálfstæðu rannsóknir á þessu
sviði hér við land gerði hins vegar
Guðmundur G. Bárðarson jarðfræð-
ingur, og markaði ritgerð hans „Om
den Marine Molluskfauna ved Vest-
kysten af Island“, sem birtist í riti
danska Vísindafélagsins árið 1920,
tímamót í þekkingu okkar á þessu
sviði. í skýrslu Hins íslenska náttúru-
fræðifélags árið 1919 birti Guðmundur
grein um útbreiðslu allra sæskelja,
sem þá voru þekktar við strendur ís-
lands og gaf hverri tegund íslenskt
nafn. Um sama leyti byrjaði Ingimar
rannsóknir þær á Eyjafirði, sem að
ofan greinir og naut hann þar dyggi-
lega aðstoðar Guðmundar G. Bárðar-
sonar er hann mat mikils.
Ingimar stundaði á þessum árum
kennslu við ýmsa skóla í Eyjafirði og á
Akureyri og beindust fyrstu rannsókn-
ir hans því að þessu svæði. Gögn þessi
fékk Ingimar aðallega úr ýsumögum á
svæðinu frá Dalvík til Hjalteyrar, enda
telur hann ýsuna fundvísa á fágætar
tegundir og gefi hún margvíslegan
fróðleik um hlutfallsmagn tegundanna
og samlíf þeirra á hinum ýmsu
svæðum.
Niðurstöður þessara rannsókna
voru í stuttu máli þær, að í ýsumögum
fann hann tvær tegundir af nökkvum,
17 tegundir af samlokum og 36 tegund-
ir af kuðungum, eða samtals 55 teg-
undir og gefur hann stutta lýsingu á
þeim öllum. íslensk nöfn gaf hann
þeim tegundum, sem ekki höfðu áður
verið nafngreindar.
Árið 1952 birtist svo bók hans
„Skeldýrafána íslands, samlokur í sjó“
og var rit þetta gefið út af Fiskideild
Atvinnudeildar Háskólans með fjár-
styrk frá nokkrum samtökum sjávarút-
vegsins. Dr. Árni Friðriksson, þáver-
andi forstjóri Fiskideildar ritaði eft-
irmála með bókinni og taldi hana hval-
reka á fjörur fiskimanna og þeirra sem
gaman hafa að safna náttúrugripum.
Skeldýrafánan er fyrsta bókin á ís-
lensku um samlokur í sjó og er
brautryðjendaverk líkt og Flóra Stef-
áns Stefánssonar, bækur Bjarna Sæ-
mundssonar urn fiskana, fuglana og
spendýrin og Fuglabók Magnúsar
Björnssonar.
Bók þessi varð vinsæl og kom í mjög
9