Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 17

Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 17
ar með skel“. Ingimar nefnir þar, að þegar árið 1920 hafi verið búið að gefa öllum íslenskum sæsniglum íslensk heiti, en hann gaf einnig þeim er síðar fundust íslensk nöfn til hagræðis fyrir almenning. Sniglarnir eru stærsti flokkur skeldýranna og skiptast í þrjá ættbálka: fortálkna, baktálkna og lungnasnigla. Af þessum þrem ætt- bálkum eru þekktar um 85 þúsund tegundir í heiminum, en aðeins 204 íslenskar. í bók þessari fjallar Ingimar einung- is um fortálkna og eingöngu um þá er fundist hafa ofan 400 m dýptarmarka hér við land. Hér er um að ræða 135 tegundir, en 19 höfðu að vísu ekki fundist lifandi. Baktálknum er ekki lýst í bókinni, en þar er greinarlykill fyrir þær 13 tegundir, sem hér hafa fundist. Og enn hélt Ingimar áfram að skrifa um skeldýranýjungar í Náttúrufræð- inginn. Síðasta grein hans um þetta efni er frá árinu 1977, eins og að fram- an er vikið. Þar lýsir hann fjórum nýj- um tegundum fyrir ísland: flekkju- kóng, stallakóng, gjallarhnoðra og ranalaufu. Eins og aðrar skeldýrateg- undir hlutu þessar frábær íslensk nöfn, enda var Ingimar með afbrigðum orð- hagur við nafngiftir af þessu tagi. Frá því að Skeldýrafánan kom út í fyrsta skipti höfðu bæst við 8 tegundir af samlokum, 20 tegundir af fortálkn- um og 2 tegundir af baktálknum, eða samtals 30 tegundir nýjar fyrir ísland. Auk rannsókna sinna á skeldýra- fánu landsins skrifaði Ingimar ýmislegt annað um náttúru landsins, t. d. um dýralíf á landi og í vötnum í ritinu „Náttúra íslands" og einnig ritið „Úr myndabók náttúrunnar." Hann hélt fjölmörg, afar vinsæl útvarpserindi um hin margbreytilegustu efni úr ríki nátt- úrunnar. Fundum okkar Ingimars bar fyrst saman árið 1947, er hann réðst til mín sem rannsóknarmaður við aldurs- greiningu fiska. Hann hafði þá flutst til Reykjavíkur tveim árum áður og stundaði kennslu við Gagnfræðaskóla Reykjavíkur og ég held að ekki hafi það verið erfið ákvörðun hjá honum að skipta á smásjánni og því að kenna ærslafullum unglingum. Aldursgreining fiska er smásjár- vinna er krefst næmrar athyglisgáfu og gagnrýni. Ákvarðanir á aldri fiska eru undirstaða undir mati okkar á stærð fiskstofna og sveiflum í árganga- skipan, er miklu ráða um aflabrögð. Aldur þorsks er lesinn af kvörnunum í hausi fisksins, og eru í þeim hringir líkt og árhringir í trjám. Það er ekki ein- ungis aldurinn, sem hægt er að sjá í kvörninni heldur endurspeglar hún á ýmsan hátt það umhverfi er fiskurinn hefur lifað í. Má því segja að kvörnin sé eins konar vegabréf fisksins. Það er erfitt þolinmæðisverk að rýna í smásjá allan daginn, en augun duguðu Ingi- mari vel, þótt oft gengi hann ekki heill til skógar að öðru leyti. Ingimar var hálfsextugur þegar hann réðist að Fiskideild Atvinnu- deildar Háskólans, eins og Hafrann- sóknastofnun hét þá, og hann vann við fiskirannsóknir í rúma þrjá áratugi og lét ekki af störfum fyrr en á árinu 1978, þá orðinn hálfníræður. Hafði hann þá unnið hálfan annan áratug fram yfir hámarksaldur opinberra starfsmanna, þótt lausráðinn væri eftir sjötugt. Það er til marks um virðingu þá og traust er Ingimar naut, að Fjár- 11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.