Náttúrufræðingurinn - 1983, Síða 22
Sigurður H. Richter, Eggert Gunnarsson
og Ævar Petersen:
Fálkaveikin
í fálkum hefur lengi verið þekktur
sjúkdómur, sem víða erlendis hefur
gengið undir nafninu ,frounce“ en hef-
ur hér á landi verið kallaður
fálkaveiki. Einkennin eru bólgur í
koki, vélinda eða sarpi, og oft má sjá
þykkar gulgráar skánir við tungurætur
og í munnvikum fuglanna. Sé sýking á
háu stigi hætta fuglarnir að geta étið,
verða máttfarnir og drepast að lokum.
Rannsóknir síðari ára hafa leitt í ljós,
að „frounce41 muni vera tveir aðskildir
sjúkdómar; annars vegar af völdum
þráðormsins Capillaria contorta (sjá
t. d. Trainer o. fl. 1968 og Cooper
1969), og hins vegar af völdum frum-
dýrsins Trichomonas gallinae (sjá t. d.
Stabler 1969 og Kocan og Herman
1971).
B. Clausen og Finnur Guðmunds-
son (1981) rannsökuðu dánarorsök 36
íslandsfálka (Falco rusticolus islandus)
og2 Grænlandsfálka (F. r. candicans),
er bárust Náttúrufræðistofnun íslands
á árunum 1966-1973. Capillaria
contorta var talin algengasta dánaror-
sökin (13 fálkar), byssuskot (12), ýms-
ar slysfarir (10), ókunn dánarorsök (2)
og eitrun (1). Allir íslandsfálkarnir
voru með Capillaria-orma en hvorug-
ur Grænlandsfálkanna. Trichomonas
gallinae fannst ekki.
Capillaria contorta lifir í slímhúð
koks og vélinda í mörgum tegundum
fugla. Ormarnir verpa eggjum sínum
þar og þau berast síðan með saur
fuglanna út í umhverfið. Frá því að
eggjunum er orpið og þar til þau hafa
náð smithæfu stigi, líður um mánuður.
Eggin geta síðan slæðst ofan í aðra
fugla, einkum þá, er tína fæðuna upp
af jörðinni (Wehr 1971). Algengast er
að sýkingar séu vægar í villtum fugl-
um. Ekki er alveg ljóst hvernig fálkinn
fær ormana í sig. Líklegt er, að þegar
hann rífur í sig sýktan fugl, geti lirfur
og jafnvel fullorðnir ormar úr
bráðinni, sest að í fálkanum. Veiði
hann marga sýkta fugla, getur með
tímanum magnast upp í honum mikil
sýking sem getur að lokum dregið
hann til dauða.
Venjuleg þráðormalyf hafa mjög
takmörkuð áhrif á Capillaria-orma.
Það lyf sem gefið hefur besta raun
gegn ormum af þessari ættkvísl er
methyridine (2—[B-methoxyethyl]
pyridine). Okkur er aðeins kunnugt
um, að það lyf hafi einu sinni áður
verið reynt gegn Capillaria í ránfugl-
um. Voru það tveir fálkar (Falco
chicquera ruficollis og Falco cherrug
cherrug) og einn vákur (Buteo jamaic-
ensis) (Cooper 1969). Allir höfðu þús-
und eða fleiri Capillaria-egg í grammi
saurs. Aðeins sá fyrstnefndi hafði ein-
Náttúrufræöingurinn 52 (1-4), bls. 16-18, 1983
16