Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 23
Fálki með capillariasis. (Ljósmynd: Nátt-
úrufræðistofnun) — Gyrfalcon with capil-
lariasis (photo: Icei. Museum of Nat.
History).
kenni fálkaveiki (capillariasis). Þau
voru mjög væg, of mikil munnvatns-
myndun. Einkenni þessi hurfu þremur
dögum eftir meðferð og þegar saursýni
voru skoðuð 10 dögum eftir meðferð,
var Cap///«//'a-eggjafjö 1 dinn í fuglun-
um þremur á bilinu 0—150 í grammi
saurs.
Um mánaðamótin maí—júní 1982
barst Náttúrufræðistofnun íslands lif-
andi fálki úr Kelduhverfi. Hafði hann
fundist 25. maí, útataður í fýlsspýju,
að því er talið var. Starfsmenn stofn-
unarinnar hreinsuðu fuglinn, og við
nánari skoðun kom í ljós að hann var
með verulegar bólgur í koki, alþaktar
gráum skánum. Einkenni þessi bentu
eindregið til capillariasis. Hinn 4. júní
var fuglinum síðan gefið lyfið Promint-
icR (90% upplausn af methyridine)
undir húð, í skammtinum 0.2 ml á kíló
líkamsþyngdar. Fuglinn var nokkuð
órólegur næstu tvo tímana. Við
skoðun 4 dögum síðar höfðu skánir og
bólgur að mestu gengið til baka, og
voru alveg horfnar á 6. degi. Matarlyst
fuglsins jókst verulega á þessum tíma.
Saursýni voru tekin og leitað í þeim
að eggjum Capillaria-orma. Niður-
stöður voru þessar:
Dagar frá Egg í grammi
lyfjagjöf saurs
0 31.950
2 4.700
3 17.500
5 900
7 2.950
10 23.000
11 1.350
13 7.850
14 17.250
Miklar sveiflur eru í þessum orma-
eggjatölum og erfitt að túlka þær.
Ormalyfsgjöfin virðist hafa slegið tals-
vert á sýkinguna, nóg til þess að
sjúkdómseinkenni í koki hurfu og fálk-
inn hresstist. Ekki hefur hún þó unnið
bug á öllum ormunum, þar eð greini-
lega var verulegt magn þeirra eftir,
hálfum mánuði frá lyfjagjöf. Ætlunin
var að fylgjast betur með framvindu
sýkingarinnar, endurtaka lyfjagjöf, ef
þess þyrfti með, og nota jafnvel stærri
skammt. Svo óhönduglega tókst þó til
að fuglinn, sem var orðinn bráðhress,
slapp úr búri sínu, flaug á brott og
hefur ekki sést síðan.
Sennilegt er að fálkaveikin dragi
marga fálka til dauða á íslandi. Rann-
17
2