Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 27
I þessu greinarkorni verður skýrt frá
einni slíkri athugun. Stofnar tveggja
grastegunda, vallarsveifgrass og hálín-
gresis, sem safnað var í Englandi og á
ýmsum stöðum á íslandi, voru ræktað-
ir í þessum tveimur löndum. Reynt var
að skýra vaxtarferil stofnanna með
hliðsjón af veðurfari á heimaslóðum
þeirra.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Tegundir
Tvær grastegundir, vallarsveifgras og
hálíngresi, voru valdar í athugunina,
m. a. til þess að kanna hvort úrval
náttúrunnar hafi leitt til samskonar út-
lits- og lífeðliseinkenna í tegundunum
tveimur, þar sem þær vaxa í sama um-
hverfi. Ýmsar ástæður lágu að baki því
að þessar tegundir voru bornar saman.
í fyrsta lagi er æxlunarkerfi þeirra
ólíkt. Língresið er víxlfrjóvga (Philip-
son 1937), en vallarsveifgras fjölgar
sér með geldæxlun (apomixis) (Gust-
afsson 1946-1947). í öðru lagi er vaxt-
arlag þeirra nokkuð mismunandi.
Vallarsveifgrasið er yfirleitt skriðult
og laust í sér og breiðist út með
neðanjarðarrenglum. Sprotar hálín-
gresisins vaxa aftur á móti þétt saman
og eru jarðrenglur sjaldgæfar hjá þess-
ari tegund. Breiðist hún því hægar út
en myndar oft nokkuð þéttar breiður í
túni. í þriðja lagi eru þessar tegundir,
ásamt túnvingli og snarrót, einu inn-
lendu túngrösin sem eitthvað kveður
að hérlendis. f fjórða lagi er kjörlendi
þeirra nokkuð misjafnt. Sveifgrasið
vex gjarnan þar sem jarðvegur er
sæmilega frjósamur, en língresið hefur
oft verið talið einkenna rýrari jarðveg.
Stofnar
Sex stofnum af vallarsveifgrasi og
hálíngresi var safnað úr gömlum
áburðartilraunum í Rothamsted, Eng-
landi og á tilraunastöðvum Rann-
sóknastofnunar landbúnaðarins á
Sámsstöðum og Akureyri (Tafla I).
Var báðum tegundum safnað úr
tilraunareitum sem annað hvort höfðu
fengið engan nituráburð eða mikinn
nituráburð (ammóníum súlfat) frá
upphafi tilraunanna.
Ekki eru tilraunir þessar allar jafn-
gamlar. Tilraunin í Rothamsted, sem
kölluð hefur verið „The Park Grass
Experiment“, hófst 1856 (Brenchley og
Warington 1958), en á Sámsstöðum og
Akureyri hófust tilraunirnar á hinn
bóginn ekki fyrr en 1945. Tilraunirnar
á stöðunum þremur hafa þó verið
gerðar á svipaðan hátt. Borið hefur
verið á þær reglulega og hafa þær yfir-
leitt verið slegnar tvisvar á ári, um
miðjan júní og seinni hlutann í ágúst.
Einnig hafa þær verið friðaðar fyrir
beit.
Auk þessara sex stofna voru athug-
aðir stofnar úr Skálafelli á Mosfells-
heiði, sem safnað var í um 600 m hæð
yfir sjó, og úr valllendi við Gullfoss
(Tafla I). Hægt er að líta á þessa
stofna sem villta, þar sem þeir koma
úr áburðarsnauðu, óræktuðu landi og
hafa verið bitnir af sauðfé á sumr-
in.
Af hverjum stofni voru notaðar 16
einstakar plöntur og hafði þeim verið
safnað af handahófi á söfnunarsvæð-
unum átta haustið 1977. Stofnarnir
voru síðan varðveittir í Reading, Eng-
landi.
Meðalhámarks- og meðallágmarks-
hiti yfir árið í Rothamsted, á Sáms-
21