Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 35
stofnarnir frá Rothamsted og Sáms-
stöðum og lestina ráku svo stofnarnir
frá Akureyri. Á Korpu skriðu plönt-
urnar hins vegar ekki fyrr en í byrjun
júní. Ekki skriðu stofnarnir alveg í
sömu röð á þessum tveimur stöðum
(r=0.43). Á Korpu skriðu villtu stofn-
arnir að vísu fyrstir, en stofnarnir frá
Rothamsted ráku lestina.
Hálíngresið var miklu seinna en
vallarsveifgrasið í Reading og skreið
ekki fyrr en í lok júní (Tafla III). Þar
var einnig mikill munur á stofnum.
íslensku stofnarnir skriðu löngu á eftir
bresku stofnunum. Sumar íslensku
plönturnar skriðu annað hvort mjög
seint og mynduðu þá mjög fáa sprota,
eða þær skriðu alls ekki og auk þess
fundust nokkrar blaðgrónar plöntur
hjá öllum íslensku stofnunum, nema
stofninum frá Skálafelli (Tafla IV). í
stað fræja urðu blómhlífarblöðin í
puntinum að litlum plöntum. Á Korpu
1980 skriðu allar íslensku plönturnar
um mjög svipað leyti í lok júní á eðli-
legan hátt.
Blómsprotahlutfall
í Reading var hlutfall blómsprota
hærra hjá vallarsveifgrasstofnunum frá
Rothamstad en hjá íslensku stofnun-
um (Tafla V). Einnig var hlutfallið
hærra hjá stofnunum frá Akureyri en
hjá stofnunum frá Gullfossi og Skála-
felli sumarið 1979. Á Korpu hafði
munurinn milli íslensku og bresku
Tafla III. Meðalskriðdagur (fjöldi daga eftir 20. apríl) vallarsveifgrasstofna (P.
pratensis) og hálíngresisstofna (A. tenuis), sem safnað var í Rothamsted, á
Sámsstöðum, Akureyri, við Gullfoss og í Skálafelli, og ræktaðir voru í Reading
og Korpu 1978-1980. - Mean date of panicle emergence (days after 20 April)
for ecologically contrasting populations of P. pratensis and A. tenuis, collected
from Rothamsted, Sámsstadir, Akureyri, Gullfoss and Skálafell, and observed in
spaced plant trials at Reading and Korpa 1978—1980.
Vallarsveifgras
P. pratensis
Söfnunarstaðir
Collecting sites
Hálíngresi
A. tenuis
Söfnunarstaðir
Collecting sites
Rotham- stcd Sáms- staöir Akur- cyri Gull- foss Skála- fell LSD* Rotham- sted Sáms- staöir Akur- cyri Gull- foss Skála- fcll LSD*
Reading
1979 21 22 26 17 19 5 59 81 74 76 70 9
1980 Korpa 10 10 15 4 3 8 49 70 67 68 61 12
1980 52 45 48 39 42 5 — 68 69 67 69 4
*LSD = minnsti marktæki munur (p = 0.05) — least significant difference (p = 0.05)
25