Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 37
UMRÆÐA
Ekki kom á óvart að meiri munur
var yfirleitt á vaxtarhegðan íslenskra
og breskra stofna, en íslenskra stofna
innbyrðis. Veðurfar í þessum tveimur
löndum er öllu frábrugðnara en gerist í
hinum ýmsu landshlutum á Islandi.
Endurspeglast það í vaxtarferli þeirra
grasa sem þar vaxa. í Rothamsted
sölna grös ekki á vetrum, heldur vaxa
þar allt árið. Ef hiti fellur niður fyrir
ákveðið lágmark hægir hins vegar á
blaðvexti (Cooper 1964). Á vaxtar-
skeiði stofnanna verða því miklar
sveiflur bæði í hitastigi og daglengd. Á
Islandi liggja grös hins vegar í dvala á
vetrum. Þau vaxa og mynda fræ á
stuttu sumri, þegar dagur er langur og
hitastig og daglengd breytast tiltölu-
lega lítið (2. mynd). Náttúran hefur
því valið arfgerðir með ólíkan vaxtar-
og þroskaferil í þessum tveimur
löndum. Eru þær aðlagaðar þeim
veðurskilyrðum er þar ríkja.
Breskum língresisstofnum farnaðist
illa á íslandi. Þær fáu plöntur sem lifðu
af veturinn áttu afskaplega erfitt upp-
dráttar. Vallarsveifgrasið stóð sig öllu
betur, en þó var það ekki eins vetrar-
þolið og íslenska sveifgrasið. Ekki er
hér um neitt einsdæmi að ræða því oft
hefur komið í ljós að grös frá suð-
Iægum slóðum eiga vart lífs von á
norðurslóðum (sjá t. d. Klebesadel
o. fl. 1964). Hér á íslandi hafa um
langt árabil verið bornir saman stofnar
ýmissa túngrasa af ólíkum uppruna og
eru stofnar ættaðir frá norðurhéruðum
Norðurlandanna þolnastir erlendu
stofnanna. Danskir stofnar, sem mikið
hafa verið reyndir hér, eru miklum
mun óþolnari en íslenskir stofnar (Ás-
laug Helgadóttir 1982, Hólmgeir
Björnsson og Guðni Þorvaldsson
1983).
Heldur er ólíklegt að afkoma bresku
stofnanna hafi verið léleg hér vegna
þess að þeir þoli alls ekki frost og
vetrarkulda. I Englandi koma oft
hörkufrost og í desember 1981 var
t. d. meðallágmarkshiti í Rothamsted
-h3.3°C. Til samanburðar má geta þess
að á sama tíma var meðallágmarkshiti
-M.7°C í Reykjavík. Því er líklegra að
bresku stofnarnir hafi ekki harðnað
nægilega á Korpu áður en vetur gekk
þar í garð. Almennt vetrar fyrr á ís-
landi en í Bretlandi. í meðalárum fell-
ur meðallágmarkshiti niður fyrir 0°C í
byrjun nóvember á Sámsstöðum og
Akureyri, og fyrstu frost koma venju-
lega í seinni hluta september (Markús
Einarsson 1976). í Rothamsted fellur
meðallágmarkshiti ekki niður fyrir 0°C
fyrr en í lok desember og fyrstu frost
verða að jafnaði seinni hluta október.
Af því leiðir að plöntur verða að búa
sig undir vetur og harðna fyrr á
haustin á Islandi.
Á haustin breytist vaxtarform grasa
á norðurslóðum. Eagles (1967, 1971)
hefur sýnt fram á að í norðlægum
stofnum axhnoðapunts styttast stöngl-
ar og blöð og plönturnar verða sam-
anreknar um leið og sykrur flytjast í
forðageymslu neðst í stöngla og rætur,
í stað þess að nýtast í blaðvöxt. Ekki
eiga sambærilegar breytingar sér stað í
suðlægum stofnum sömu tegundar við
þessar aðstæður. Forðasöfnun í
rótarstöngla hjá norðlægum grasstofn-
um er sennilega aðlögun að lágu hita-
stigi á haustin því að leysanlegar sykr-
ur auka frostþol plantna (Levitt 1972).
27