Náttúrufræðingurinn - 1983, Side 40
áhersla á kynæxlun með fræi hjá lín-
gresisstofnunum. Gerist það sérstak-
lega ef umhverfisþættir eru ekki tak-
markandi á þeim stöðum sem stofn-
arnir eru ræktaðir.
Þeir vaxtareiginleikar, sem hér hef-
ur verið lýst, benda til þess að ólíkur
vaxtar- og þroskaferill hinna ýmsu
stofna hafi mótast af árstíðabundnum
sveiflum í veðurfari á heimaslóðum
þeirra og hafa stofnarnir þannig að-
lagast þeim veðurskilyrðum sem þar
ríkja. Athyglisvert er að sambærilegir
stofnar vallarsveifgrass og língresis
höguðu sér ekki alltaf eins. Úrval nátt-
úrunnar hefur því leitt til þess að að-
lögun stofnanna að sama umhverfi hjá
tegundunum tveimur hefur ekki alltaf
fylgt sambærilegum leiðum, sennilega
vegna þess að ekki hefur verið lögð
áhersla á sömu lífeðlisfræðilegu eigin-
leikana í þessum tegundum.
YFIRLIT
Stofnar vallarsveifgrass og hálín-
gresis frá Sámsstöðum, Akureyri,
Gullfossi, Skálafelli og Rothamsted,
Englandi voru bornir saman á
tilraunastöð Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins á Korpu og við há-
skólann í Reading, Englandi.
Ræktaðar voru stakar plöntur og
var m. a. fylgst með afkomu
plantnanna og skriðtíma. Einnig var
hluti blómsprota af heildarþyngd
plöntunnar metinn.
Afkoma allra stofna beggja tegunda
var góð í Reading. Á Korpu var
vetrarþol breska língresisins lélegt.
Breska vallarsveifgrasið var mun
þolnara, en þó ekki eins vetrarþolið og
íslenska língresið og sveifgrasið.
Vallarsveifgrasið skreið á undan lín-
gresinu bæði á Korpu og í Reading.
Munur var bæði á skriðtíma og blóm-
sprotahlutfalli. Munurinn var þó ekki
eins hjá tegundunum tveimur og auk
þess skriðu stofnarnir ekki í sömu röð
á Korpu og í Reading.
Rætt er um ástæður fyrir ólíkri
hegðan hinna ýmsu grasstofna á
Korpu og í Reading. Sú ályktun er
dregin af athugunum þessum að ólíkur
vaxtar- og þroskaferill stofnanna hafi
mótast af árstíðabundnum sveiflum í
veðurfari, einkum daglengd og hita-
stigi, á heimaslóðum þeirra.
HEIMILDIR
Áslaug Helgadóttir. 1981. The Genecol-
ogy of Icelandic and British Popula-
tions of Poa pratensis L. and Agrostis
tenuis Sibth. — Ph. D. ritgerð, Univ. of
Reading.
Áslaug Helgadóttir. 1982. Samanburður á
stofnum vallarfoxgrass, vallarsveif-
grass, túnvinguls og hávinguls 1975—
1981. - Fjölrit RALA nr. 92.
Áberg, E. 1940. Viviparous forms of
Agrostis. — Ann. Agric. Coll. Sweden
8 : 461-463.
Brenchley, W. E. & K. Warington. 1958.
The Park Grass Plots at Rothamsted
1856—1949. — Rothamsted Experi-
mental Station, Harpenden, Herts.
Clausen, J., D. D. Keck & W. M. Hiesey.
1940. Experimental studies on the
nature of species. I. Effect of varied
environments on Western North-
American plants. - Publ. Carneg. Inst.
Wash. No. 520.
Clausen, J., D. D. Keck & W. M. Hiesey.
1948. Experimental studies on the
nature of species. III. Environmental
30