Náttúrufræðingurinn - 1983, Síða 44
Jóhannssonar. Af þessum sökum má
slá því föstu, að frásagnirnar um eld-
glossana í hafinu suður af Landeyjum
séu samtímaheimild og að ekki er um
rugling að ræða við eldgos út af
Reykjanesi, því séra Gísli hefði vitað
betur um það.
b. De Mirabilibus Islandiae
Nú vill svo til, að til er önnur
samtímaheimild. Hinn 18. apríl 1638
settist Gísli biskup Oddsson niður við
að rita De Mirabilibus Islandiae, sem á
íslensku hefur verið útlagt Undur Is-
lands. Hann lauk við ritlinginn 1. maí
sama ár. En 24. júlí árið áður lauk
hann við Annálabrot sín (Annalium in
Islandia Farrago) en þau ná aðeins
fram til 1636. Bæði ritin mun Gísli
hafa ritað á íslensku en þau eru nú
glötuð. Aftur á móti er til latnesk þýð-
ing Ketils Jörundssonar dómkirkju-
prests Gísla biskups og er hún prentuð
í Islandica 10. bindi (Gísli Oddsson
1917). Jónas Rafnar hefur snúið báð-
um þessunr ritum yfir á íslensku (Gísli
Oddsson 1942).
I 5. kafla De Mirabilibus Islandiae,
sem ber yfirskriftina De qvasi meteoris
in mari segir:
„Sunt et alia supradictis meteoris
non omnimodo absimilia, qvalia
sunt igniti vomitus maris aut qvasi
diu temporis candentia ignium
luminaria supra vastitatem maris
hybernis maxime noctibus, qvales
fomites lucentes hoc eodem anno,
qvo ista scripsi, nimirum 1638, varij
et magni pluribus locis, ad austrum
prœcipue vergentes, sœpe conspici-
untur;“.
Þorleifur Jónsson hefir gert mér
þann greiða að snara textanum á ný á
íslensku og fer þýðingin hér á eftir:
Um eins konar loftfyrirbœri i hafi.
Til eru og önnur loftfyrirbæri sem ekki
eru alls kostar ólík þeim sem hér hafa
verið nefnd svo sem þegar logandi háfið
kastast upp eða eins konar logaskin
lýsir langtímum saman yfir haf-
breiðunni, sérstaklega á vetrarnóttum.
Einmitt sama árið og ég skrifaði þetta,
þ. e. 1638, sáust oft eldsglæður af þessu
tagi, einkum í suðurátt, breytilegar og
miklar víðast hvar.
Séra Gísli Oddsson gerir í riti sínu
glöggvan greinarmun á eldingum og
öðrum þeinr fyrirbrigðum, af veður-
fræðilegum toga annars vegar og þeim
sem stafa af eldgosum hins vegar. Því
þarf vart að efa, að hann er að lýsa
eldgosi í suður af Skálholti, en í þá
stefnu eru einmitt Vestmannaeyjar.
HVAR GAUS?
Þó heimildirnar séu fátæklegar um
þetta eldgos má þó gera sér nokkra
grein fyrir því.
Gosið virðist vera í gangi í október
og nóvember 1637 og séra Gísli á Stað
í Grindavík hefur að líkindum haft af
því spurnir frá mönnum úr Land-
eyjum. Leiða má getur að því, að séra
Gísli hafi frétt þetta með vermönnum,
sem komið hafi til sjóróðra suður á
Nes á vetrarvertíð eins og títt var um
aldir. Vetrarvertíð hófst á þessum
tíma ekki síðar en á Pálsmessu (25.
janúar) (Lúðvík Kristjánsson, 1982)
og þá hafa Landeyingar ekki orðið
varir við eldgos í desember og fram
yfir miðjan janúar a. m. k. Gísli bisk-
up Oddsson lauk við Annalium in
Islandia Farrago 24. júlí 1637 og fyrir
þann tíma hefir gosið vart hafist, því
vafalítið hefði hann getið um það í
annál sínum. De Mirabilibus Islandiae
34