Náttúrufræðingurinn - 1983, Side 47
Paul C. Buckland, Dave Perry og
Guðrún Sveinbjarnardóttir:
Hydraena britteni Joy (Coleoptera,
Hydraenidae) fundin á íslandi
í setlögum frá því seint á nútíma*
INNGANGUR
Skordýraleifar frá kvarter voru fyrst
rannsakaðar á íslandi upp úr 1930, er
C. L. Henriksen skoðaði ísaldarlögin í
Elliðaárvogi (Þorkell Þorkelsson
1935). Af hryggleysingjum eru það
fyrst og fremst skordýr, einkum bjöll-
ur, sem finnast steingerð eða varðveitt
á annan hátt í setlögum frá kvarter.
Úrvinnsluaðferðir innan kvarter-
skordýrafræði urðu ekki viðunandi
fyrr en á síðustu 20 árum (Coope o. fl.
1971, Osborne 1976, Coope 1977).
Skordýraleifar eru algengar í jarð-
lögum, eins og fram hefur komið við
rannsóknir, einkum á Bretlandseyjum
(Coope 1975). Auðveldast er að ná
leifunum úr jarðlagasýnum með
steinolíu, en í henni fljóta þær upp á
yfirborðið (Coope og Osborne 1968,
Osborne 1973, Buckland 1976).
Bjöllur eru næmar á ýmsar umhverf-
isbreytingar, t. d. breytingar á lofts-
lagi. Rannsóknir á leifum þeirra í jarð-
lögum hafa því reynst mikilvægar við
ákvörðun á slíkum breytingum. Hefur
rannsóknum af þessu tagi verið beitt í
* Þýtt af Erling Ólafssyni.
auknum mæli við fornleifarannsóknir,
t. d. í York á Englandi, þar sem athug-
aðir hafa verið fornir bústaðir nor-
rænna manna (Buckland o. fl. 1974,
Kenward o. fl. 1978).
RANNSÓKNIR AÐ
KETILSSTÖÐUM
Arið 1979 veitti Leverhulme-sjóður-
inn á Bretlandi styrk til rann-
sóknarverkefnis í fornvistfræði, sem
hlaut heitið „Víkingaaldarbyggð, um-
hverfi og loftslagsbreytingar á Norður-
Atlantshafssvæðinu“. Rannsóknir
þessar eru margþættar og í þeim sam-
einast margar fræðigreinar, en rann-
sóknirnar fara einkum fram á íslandi
og á Grænlandi. Einn þáttur þessara
rannsókna er athugun á skordýra-
leifum, bæði í náttúrlegu umhverfi og
við forna mannabústaði, því slík könn-
un getur veitt mikilvægar upplýsingar
um áhrif mannsins á umhverfið.
Að höfðu samráði við íslenska
vísindamenn var ákveðið að gera for-
könnun í Eyjafjallasveit, en að Stóru-
borg fer nú fram uppgröftur á vegum
Þjóðminjasafnsins. Bæjarstæðið, sem
Náttúrufræöingurinn 52 (1-4), bls. 37-44, 1983
37