Náttúrufræðingurinn - 1983, Qupperneq 48
þar um ræðir, er að hverfa í sjó. For-
könnun fór fram sumarið 1979, en hún
var gerð af einum greinarhöfunda
(Paul C. Buckland), James Greig forn-
grasafræðingi og Guðrúnu Larsen
jarðfræðingi á Norrænu Eldfjalla-
stöðinni. Mikilvægt var að velja til
sýnatöku staði, þar sem auðvelt var að
greina og tímasetja gjóskulög. I Ijós
kom, að varðveisla fornleifa að Stóru-
borg var mjög góð (Buckland o. fl., í
undirbúningi), en greining gjóskulaga
í mýrum umhverfis uppgröftinn
reyndist torveld (Guðrún Larsen,
persónulegar upplýsingar). Var því
ákveðið að gera forkönnun að Ketils-
stöðum í Dyrhólahreppi, um 30 km
austan Stóruborgar, en þar er jarð-
lagaskipting öll greinilegri (1. mynd).
Það er mikilvægt, að leifar lífvera
séu vel varðveittar, ef fá skal fram
heilsteypta mynd af þeim breytingum,
sem verða á umhverfinu í gegnum
aldirnar. Á milli gjóskulags úr Kötlu-
gosi frá árinu 1357 og svargrás gjósku-
lags 35 cm undir landnámsöskulaginu
frá því um 900 (Sigurður Þórarinsson
1970, Guðrún Larsen 1978), voru
tekin 22 jarðvegssýni, hvert um sig 3
kg og um 50 mm þykkt.
VATNABJALLAN
HYDRAENA BRITTENl
Skordýraleifar voru vel varðveittar í
öllum sýnum, nema sýni Br Vi, en við
því var að búast, þar sem það var tekið
neðst úr Kötlulaginu frá 1357. Vatna-
bjöllutegundirnar brunnklukka (Aga-
bus bipustulatus solieri Aubé) og
lækjaklukka (Hydroporus nigrita L.)
komu fyrir í flestum sýnanna. Þær
bjölluleifar, sem mest bar á, voru þó
skjaldvængir (elytra) af lítilli
brúnsvartri bjöllutegund, sem ekki
hefur áður verið getið frá íslandi.
Einnig fundust sexstrendir frambolir,
og höfuð með skoraðri vör (labrum).
Var því ljóst, að hér var um að ræða
vatnabjöllu af ættkvíslinni Hydraena
(ætt Hydraenidae). Gerð hálsskjaldar-
ins (prothorax) benti til þess, að hér
væri um tegundina H. britteni að ræða,
en sú greining fékkst staðfest, er heill
afturbolur ásamt kynfærum (aedea-
gophore) fannst (3. mynd).
Hydraena britteni er algeng í
Norður- og Mið-Evrópu. Samkvæmt
Lohse (1971) finnst tegundin helst í
pollum fylltum trjálaufum og í
svarðmosa (Sphagnum), en hún virðist
hafa haldið til í svarðmosa að Ketils-
stöðum.
N. H. Joy aðgreindi tegund þessa
frá H. riparia Kugel. árið 1907, en
vegna þess hve kynfæri þessara
tegunda eru flókin hefur Balfour-
Browne (1950) dregið þá ályktun, að
tegundirnar æxlist með meyfæðingu og
séu ef til vill ein stór-tegund (species
complex). Þessi bjöllutegund (2.
mynd) er mjög ólík öðrum íslenskum
vatnabjöllum, og er engin hætta á að
henni verði ruglað saman við þær.
Larsson og Geir Gígja (1959) geta
engra tegunda af ættinni Hydraenidae
(sjá Lohse 1971) né heldur vatnabjalla
af ættinni Hydrophilidae. Þó eru
þekktar á íslandi tegundir af
síðarnefndu ættinni. Þær tilheyra ætt-
kvíslinni Cercyon (sjá Balfour-Browne
1958) og lifa á þurru landi. Ulies
(1978) tilgreinir tvær tegundir af ætt-
kvíslinni Helophorus frá íslandi, þ. e.
H. aquaticus L. og H. laticollis Thoms.
Samkvæmt persónulegum upplýsing-
38