Náttúrufræðingurinn - 1983, Blaðsíða 50
2. mynd. Hydraena britteni Joy frá Ketils-
stöðum (sýni BR.i/s) (teiknað af T. Grog-
an). — Hydraena britteni Joy from Ketils-
staðir (sample BR.'/s) (drawing by T.
Grogan).
um frá Robert Angus, sem tók þátt í
samantekt á Limnofaurta Europea,
liggja ekki eintök af fyrrnefndu
tegundinni til grundvallar, en tvö ein-
tök af H. laticollis í safninu í París eru
merkt „Islande, (Exped. de la
Recherche) Gaimard 60—37“; frekari
upplýsingar vantar. Þess má geta, að
franski ferðamaðurinn Gaimard var á
íslandi árin 1835 og 1836.
NIÐURLAG
það vekur ýmsar spurningar, þegar
ný skordýrstegund finnst í 600 ára
gömlum jarðlögum á einu þeirra
svæða, sem hafa hvað mest verið rann-
sökuð á íslandi (Lindroth 1965, Lind-
roth o. fl. 1973). Ekki er óhugsandi,
að tegund þessi sé enn lífs á landinu,
þótt hún hafi enn ekki fundist nema í
jarðlögum. Samt mætti e. t. v. skýra
fjarveru hennar nú á tímum með kenn-
ingum, sem nýlega hafa verið settar
fram um þróun lífríkis á eyjum (sbr.
MacArthur og Wilson 1967). Áhugi á
þróun lífríkis á eyjum vaknaði fyrst er
Darwin hafði kynnt athuganir sínar á
Galapagos eyjunum, en athuganir
þeirra MacArthurs og Wilsons hafa
endurvakið þann áhuga.
Ýmsar kenningar hafa verið settar
fram um uppruna íslensks lífríkis. Enn
halda nokkrir fræðimenn því fram, að
hluti lífríkisins hafi varðveist á landinu
yfir jöklatímann (sjá t. d. Steindór
Steindórsson 1963). Sú skoðun virðist
þó líklegri, að megnið af hinu íslenska
Iífríki hafi borist til landsins á síð-ísöld
og nútíma, hafi e. t. v. í fyrstu borist
með hafís (Sturla Friðriksson 1962,
1969, Coope 1969, 1979), en meira
með manninum eftir landmám (Lind-
roth 1957). Hydraena britteni kemur
fyrir í öllum þeim sýnum, sem tekin
voru, og hlýtur því að hafa verið á
Islandi fyrir landnám. Það virðist
einkenna lífríki eylanda að það þróast
mjög hratt, tegundir hverfa og aðrar
koma í staðinn. Á íslandi eru þó, að
því er virðist, engar tegundir, sem ekki
finnast annars staðar. Athuganir Lind-
roths á íslensku hlaupabjöllunni Cara-
bus problematicus islandicus Lindr. er
gott dæmi um þróun íslenskrar bjöllu,
sem þó hefur ekki náð lengra en að
verða talin undirtegund (Lindroth
1968).
H. britteni gæti verið dæmi um teg-
und, sem hefur horfið í tímans rás.
40