Náttúrufræðingurinn - 1983, Qupperneq 51
Tegundin fannst ekki í efsta sýninu
(frá 1357), sem tekið var að Ketils-
stöðum 1979, en varðveisla var þar
slæm, eins og fram hefur komið. Nú
hefur hún samt sem áður fundist í sýni,
sem tekið var sumarið 1980, á öðrum
stað í sömu mýri, ofan við gjóskulagið
frá 1357. Hvenær þessi tegund hvarf,
ef hún þá gerði það, er því enn óvíst,
en e. t. v. má ganga úr skugga um það
með því að athuga sýni ofar úr
sniðinu.
Þeir tveir þættir í íslensku umhverfi
sem hafa hugsanlega getað valdið
tortímingu þessarar tegundar eru
kólnandi loftslag og gjóskufall. Einnig
má hugsa sér samspil þessara tveggja
þátta. Þó að 14 cm þykkt gjóskulag
Kötlugossins 1357 hafi ekki megnað
að útrýma bjöllunni í það sinn, er ekki
óhugsandi að slíkt hafi gerst við seinni
gos. Ýmsir fræðimenn hafa sýnt fram á
það, að loftslag á íslandi hafi kólnað
seint á miðöidum (t. d. Sigurður Þór-
arinsson 1944, 1956; Páll Bergþórsson
1969). Til þess benda m. a. upplýsing-
ar í annálum um breytingar á landbún-
aðarháttum, breytingar á stærð jökla
og um ástand hafíss við strendur lands-
ins (Þorvaldur Thoroddsen 1916—17,
Páll Bergþórsson 1969; Sturla Frið-
riksson 1969, sjá einnig Þórhall Vil-
mundarson 1969 um gagnrýni á notkun
annála). Svipaðar niðurstöður hafa
fengist annars staðar í Evrópu (Lamb
1977, Parry 1978), en hitastig virðist
hafa lækkað um allt að 2-3°C (Lamb
1977). Ketilsstaðir eru á einu af
hlýjustu svæðum landsins, með meðal-
hita í júlí 10-11°C. Það er mögulegt,
að H. britteni hafi lifað af í þessu um-
hverfi, þar til „litla ísöldin“ eyddi
henni, og ekki átt tök á að festa rætur
3. mynd. Kynfæri af Hydraena britteni Joy
(karldýr) frá Ketilsstöðum (sýni BRd/s)
(ljósmynd G. Dowling). — Aedeagophore
of Hydraena britteni Joy (male) from
Ketilsstaðir (sample BR.'/s) (photohraph by
G. Dowling).
að nýju. í Skandinavíu er tegundin þó
útbreidd til nyrstu héraða (Hansen
o. fl. 1961). Það gæti bent til þess, að
kólnandi loftslag hafi ekki haft áhrif á
lífsafkomu hennar á íslandi.
Enn eitt atriði gæti varpað ljósi á
fækkun þessarar tegundar. Sýnt hefur
verið fram á, að röskun og eyðing
heimkynna bresku skordýrafánunnar,
af mannavöldum, hefur haft mikil
áhrif á ákveðna þætti hennar (Buck-
land 1979). Nú er ólíklegt, að þetta
eigi við um bjöllu, sem lifir í svarð-
mosamýri. Ef heimkynni bjöllunnar
eru aftur á móti fyrst og fremst í poll-
um í skóglendi, eins og Lohse (1971)
hefur bent á, þá hafa skógar, og þar
með heimkynni bjöllunnar, svo til
horfið á íslandi síðan á landnámstíð.
Ekki er ólíklegt, að bjalla þessi eigi
eftir að finnast lifandi við frekari rann-
sóknir og e. t. v. kunna tegundirnar
Helophorus aquaticus og H. laticollis
að skjóta upp kollinum.
41