Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 57
raskað, fækkað eða útrýmt, og getur
friöunin ýmist verið staðbundin eða
tekið til alls landsins.
Nú er 31 tegund plantna friðlýst þar
sem þær vaxa villtar um allt land sam-
kvæmt þessu ákvæði, en engin dýra-
tegund, enda gilda sér lög um friðun og
veiði ýmsra dýra, eins og t. d. Lög um
fuglaveiðar og fuglafriðun nr. 33/1966.
Þó er ekkert því til fyrirstöðu að ein-
hverjar tegundir yrðu friðlýstar sam-
kvæmt náttúruverndarlögum, t. d.
sjaldgæfar hvalategundir.
111. NÁTTÚRUMINJASKRÁ
Þriðji hluti er hin svokallaða nátt-
úruminjaskrá, en í náttúruverndarlög-
um segir að Náttúruverndarráð skuli,
með aðstoð náttúruverndarnefnda,
kynna sér eftir föngum náttúruminjar
sem ástæða sé til að friðlýsa og svæði
sem ástæða kunni að verða til að lýsa
friðlönd eða leggja til þjóðgarða eða
fólkvanga, og semja skrá um slíkar
minjar og slík lönd. Á þessa skrá hafa
verið færðir 215 staðir og svæði,
smærri og stærri, með aðstoð og undir-
búningi náttúruverndarnefnda, félaga,
samtaka og einstaklinga. Skráin er
nokkurs konar óskalisti yfir merk
svæði og staði sem ástæða er til að
vernda á mismunandi hátt. Ýmsir
staðir sem áður voru á náttúruminja-
skrá hafa nú verið friðlýstir og unnið
er að friðlýsingu annarra sem nú eru á
skránni. Náttúruminjaskráin hefur
verið endurskoðuð þriðja hvert ár,
þ. e. fyrir hvert Náttúruverndarþing,
og mun næst verða gefin út 1984. Skrá-
in sem hér er prentuð var einkum
samin af sérstakri nefnd á vegum Nátt-
úruverndarráðs og var hún skipuð
þeim Sigurði Þórarinssyni, Arnþóri
Garðarssyni og Árna Reynissyni, en
aðrir ráðsmenn og starfsfólk ráðsins
lagði þar einnig hönd á plóginn.
47