Náttúrufræðingurinn - 1983, Side 63
Lónsöræfi, Bæjarhr., A-Skaft. (44). Lýst friðland með auglýsingu í Stjórnartíðindum B,
nr. 31/1977. Stærð 32.000 ha. - Ljósm. Helgi Torfason.
50. Álftaversgígar, Álftavershr., V-Skaft. Friðlýstir senr náttúruvætti tneð auglýsingu í
Stjórnartíðindum B, nr. 105/1975. Stærð 3 650 ha.
51. Dyrhólaey, Dyrhólahr., V-Skaft. Lýst friðland með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr.
101/1978. Stærð 510 ha.
52. Lakagígar, V-Skaft. Friðlýstir sem náttúruvætti 1971. Friðlýsing endurskoðuð með
auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 215/1975. Stærð 16 000 ha.
53. Friðland að Fjallabaki, Rang. Lýst friðland með auglýsingu í Stjórnartíðindum B. nr.
354/1979. Stærð 47 000 ha.
54. Þjórsárver, Árn., Rang. Lýst friðland með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 753/
1981. Stærð 37 500 ha.
55. Surtsey, Vestmannaeyjum. Lýst Iriðland 1965. Friðlýsing endurskoðuð með auglýsingu í
Stjórnartíðindum B, nr. 122/1974. Stærð 270 ha.
56. Gullfoss, Biskupstungnahr., Árn. Lýstur friðland með auglýsingu í Stjórnartíðindum B,
nr. 141/1979. Stærð 160 ha.
57. Geysir, Biskupstungnahr., Árn. Er í umsjá Geysisnefndar, sem fyrst var skipuð 1953.
Stærð 15 ha.
58. Þingvellir, Þingvallahr., Árn. Þjóðgarður samkvæmt lögum nr. 59/1928. Stærð 2 800
ha.
53