Náttúrufræðingurinn - 1983, Side 66
9. Fjörur á Garðskaga, Miðneshr., Gull. (1) Fjörur og sjávarfitjar l'rá Hvalsnesi að
Útskálum. (2) Fjölbreyttur strandgrrrður og murgs konar fjörur. Lífauðugar sjávar-
tjarnir. Mikið fuglalíf. (3) Verndun landslags og lífríkis æskileg.
10. Látrar við Hvassahraun, Vatnsleysustrandarhr., Gull. (I) Ströndin frá Fögruvík að
Stekkjarnesi ásamt landsvæði skammt suður fyrir þjóðveginn. (2) Scrstætt umhverfi
með miklu og óvenju fjölskrúðugu fjörulífi og gróðri. Sjávartjarnir með mismikilli
seltu. (3) Friðlýsing æskileg í þágu rannsókna, fræðslu og útivistar.
I 1. Straumsvík, Hafnarfirði. (1) Tjarnir við innanverða Straumsvík og innsti hluti víkur-
innar. (2) Ferskar og ísaltar tjarnir í fallegu umhverfi, allmikið fuglalíf. (3) Vernd
æskileg gegn frekari röskun.
12. Ilvalcyrarlún, Hafnarfirði. (1) Hvaleyrarlón og nálæg strandlengja. (2) Leirur. Mjög
mikil umferö vaðfugla. (3) Æskilegt er að vernda hinn óspillta hluta lónsins vegna
fuglalífs.
13. Hamarinn, Hafnarfiröi. (1) Hamarinn ofan við miðbæ Hafnarfjarðar. (2) Svipmikil
klettaborg í miðjum bæ. Fallegt útsýni. (3) Friðlýsist sem náttúruvætti.
14. Urríðakotsvatn, Garðabæ. (1) Urriðakotsvatn ásamt hraunræmu norðan vatns-
ins og mýrlendi sunnan þess. (2) Mýrlendi og gróðurmikið vatn. Auðugt lífríki við
þéttbýli. (3) Friðlýsing æskileg.
15. Búrfcll og Búrfellsgjá, Garðabæ. (1) Búrfell og hrauntröðin ásamt næsta ná-
grenni. (2) Eldstöö frá nútíma. Ein sérstæðasta hrauntröð landsins. (3) Friðlýsist sem
náttúruvætti innan Reykjanesfólkvangs.
16. Tröllaböm við Tækjarbotna, Kópavogi. (1) Tröllabörn og hraunið næst þeint. (2)
Mjög fallegar og reglulegar hraunkúpur. (3) Friðlýsist sem náttúruvætti.
17. Bessastaðanes og fjörur á Álftanesi, Bessastaðahr., Gull., Garðabæ, Hafnarfirði.
(1) Strandlengjan frá Bala í Hafnarfirði að Kársnesi í Kópavogi. Bessastaðanes og allar
tjarnir. (2) Fjölbreyttar fjörur og grunnsævi með auðugu lífríki. Vinsælt útivistarsvæði.
(3) Friölýsing æskilcg.
18. Fossvogsbakkar, Revkjavík. (1) Strandlengja og fjörur í innanverðum Fossvogi. (2)
Setlög með skeljum frá síöasta hlýskciði ísaldar. Leirur nteð fjölbreyttu lífi. (3) Frið-
lýsing æskileg.
19. Oskjuhlíð, Revkjavík. (I) Öskjuhlíð milli Hafnarfjarðarvegar, Hlíðarfótar og
Heyrnleysingjaskóla. (2) Vinsæll og fjölsóttur útsýnisstaður og útivistarsvæði. Minjar
um hæstu sjávarstöðu frá ísaldarlokum. (3) Stofnun fólkvangs æskileg.
20. Tj<>min og Vatnsmyrin, Reykjavík. (1) Tjarnirnar allar með hólmum og bökkum.
Vatnsmýrin milli Hringbrautar, Norræna hússins og Háskólavallar. (2) Vinsælt útivist-
arsva.'öi. Mikið fuglalíf og varpland í miðri borg. (3) Varast ber að raska vatns- og
næringarefnabúskap Tjamarinnar með framkvæmdum á vatnasviði hennar. Vernda
ber fuglalíf. m. a. með takmörkun á umfcrð um Vatnsmýrina um varptímann.
21. Valhúsahæð, Seltjamamesi. (1) Kollur Valhúsahæðar ofan Skjólbrautar og Stranda.
(2) Útsýnishæö í þéttbýli. (3) Landslagsvernd æskileg.
22. Selljamamesfiörar og Suðumes, Seltjarnarnesi. (1) Fjörur kringum nesið frá Bakka að
Bygggaröi. Suðurnes allt, Kotagrandi, Bakkagrandi og Bakkatjörn. (2) Fjölbreyttar
fjörur og strandgróður ásamt sjávartjörnum. Ríkulegt fuglalíf. Vinsælt útivistarsvæði.
(3) Landslagsvernd æskileg.
56