Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 68
23. Laugames, Reykjavík. (1) Vesturhorn Laugarness. (2) Óröskuð strandlengja með
sérkennilegum klettamyndunum. Vinsæll útsýnisstaður. (3) Verndun landslags æski-
leg.
24. Laugarás, Reykjavík. (1) Kollur Laugaráss. (2) Holt nteð jökulsorfnum grágrýtis-
klöppum. Útsýnisstaður í þétthýli. (3) Unnið er að friðlýsingu.
25. Háubakkar, Reykjavík. (1) Háubakkar við innanverðan Elliðaárvog að vestan. (2)
Setlagaopna með steingerðum skeljum og frjókornum, sem bendir til myndunar á
næstsíðasta hlýskeiði. (3) Friðlýsist sem náttúruvætti.
26. Grafarvugur, Reykjavík. (1) Leirur í Grafarvogi. (2) Mikilvægur viðkomustaður far-
fugla. (3) Vernd lífríkis æskileg.
27. Viðey, Reykjavík. (1) Öll Viðey. (2) Lítt snortin, vel gróin eyja með fjölbreyttu
landslagi í nánd við þéttbýli. Vinsælt útivistarsvæði. Söguminjar. (3) Landslagsvernd
æskileg.
28. Eyjar í kollafirði, Seltjarnarnes, Kjalarneshr., Kjós. (1) Þerney, Lundey, Engey og
Akurey. (2) Lágar, grónar eyjar í næsta nágrenni við þéttbýli. Varpstöðvar allmargra
fuglategunda. (3) Vernda berfuglalíf, m. a. með takmörkun á umferð um varptímann.
29. Leiruvogurog Varmá, Mosfellshr., Kjós. (1) Óshólmar Leirvogsár, strandlengja, fjörur
og grunnsævi út að Geldinganesi að sunnan og Gunnunesi að norðan. Varmá með
bökkum. (2) Fjölbreytilegur strandgróður, fjörur og mikið fuglalíf. Fundarstaður fá-
gætra plöntutegunda. Varmá hefur mikið vísindalegt gildi. (3) Friðlýsing æskileg. Hluti
svæðisins er þegar friðlýstur (Friðland við Varmárósa).
30. Tröllafoss, Mosfellshr., Kjalarneshr., Kjós. (1) Trölláfoss í Leirvogsá ásamt nánasta
umhverfi. (2) Snotur foss í fallcgu gljúfri á vinsælli gönguleið. (3) Friðlýsist sem náttúru-
vætti.
31. Laxárvogur, Kjósarhr., Kjós. (1) Vogurinn frá ósi Laxár út að línu milli Hálsness og
Eyrar. (2) Grunnsævi og víðáttumiklar leirur með fjölbreyttu dýralífi og gróðri. (3)
Fyrirbyggja verður röskun á lífríki vogsins.
32. Brynjudalur og Botnsdalur, Kjósarhr., Kjós, Hvalfjarðarstrandarhr., Borg. (I) Svæðið
tekur yfir Brynjudal og Botnsdal allt upp fyrir Hvalvatn, fjörur og leirur. Lönd Litla-
og Stórabotns, Hrísakots, Ingunnarstaða, Þrándarstaða og Skorhaga. (2) Fagrir dalir,
töluverður kjarrgróður. Hæsti foss landsins, Glymur, er í Botnsá. Fjörur og leirur mjög
lífauðugar. Mikið fuglalíf. (3) Forðast ber röskun lífríkis og landslags.
33. Leirárvogur, Borg. (1) Grunnsævi og leirur frá ósum Leirár að Sléttunesi og Hvítanesi.
(2) Víðáttumiklar lífríkar leirur með auðugu smádýralífi. Mikið af vaðfuglum. (3)
Forðast ber aðgerðir er breytt geta lífsskilyrðum í voginum.
34. Reykjadalsá, Reykholtsdalshr., Borg. (I) Reykjadalsá frá Velli (Árhver) að rnótum
árinnar við Hvítá. (2) Lygn og gróðurmikil á, sem helst auð að vetrinum vegna frá-
rennslis hvera. Vetrarstöðvar andfugla. Svigðumyndun árinnar er óvenju falleg. (3)
Forðast ber mengun, breytingar á hitastigi og landslagsspjöll.
35. Jarðhitasvæði í Deildartungu, Reykholtsdalshr., Borg. (1) Hvera- og laugasvæði, sem
nær frá Kársnesi norður fyrir Deildartunguhver. Tilheyrir landi Deildartungu. (2)
Samfellt jarðhitakerfi með hvcrum, laugum og lindum. Deildartunguhver er vatns-
mesti hver landsins. Athyglisverður gróður og dýralíf. (3) Æskilegt að fyrirhuguð
mannvirkjagerð á svæðinu falli vel að umhverfi sínu og náttúruverðmætum sé hlíft.
58