Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 69
Bessastaðanes og fjörur á Álftanesi, Bessastaðahr., Gull., Garðabæ, Hafnarfirði (17).
Fjölbreyttar fjörur og grunnsævi með auðugu lífríki. Vinsælt útivistarsvæði. Friðlýsing
æskileg. — Ljósm. Arnþór Garðarsson.
.16. Veliir (Árhver), Reykholtsdalshr., Borg. (1) Hverinn og nánasta umhverfi. Er á
jarðamörkum Sturlureykja og Kjalvararstaða. (2) Goshver í miðri Reykjadalsá. Einn
af fáum ósködduðum hverum í Borgarfirði. (3) Nauðsynlegt er að fyrirbyggja röskun á
hvernum, og er friðlýsing hans í undirbúningi.
37. Sudda, Reykholtsdalshr., Borg. (1) Laug norðan við eyðibýlið Suddu og nágrenni
hennar. (2) Laug í miklum dýjunt. Óvenju fjölskrúðugt dýralíf. Ein af fáum ósködduð-
um laugum í Borgarfirði. (3) Friðlýsist sent náttúruvætti.
38. Hægindakotshver, Reykholtsdalshr., Borg. (1) Hver við bæinn Hægindi. (2) Hver í
alfaraleið, dýralíf allfjölbrcytt. Nýttur til upphitunar íbúðarhúss en er þó óskemmdur.
(3) Forðast ber röskun á hvernum.
39. Húsafell, Hálsahr., Borg. (1) Jörðin Húsafell. (2) Tilkomumikið, fjölbreytt landslag,
víðlendur skógur. Laugar og lindir. Vinsælt útivistarsvæði. (3) Þegar friðað að nokkru
á vegum landeigenda, Skógræktar ríkisins og Náttúruverndarráðs (Friðland í Húsa-
fellsskógi). Landslagsvernd æskileg.
40. Borgarfjörður ulanverður, Borg., Mýr. (1) Ytri hluti Borgarfjarðar við Faxaílóa frá
línu milli Rauðaness og Straumeyrar, suður að Belgsholtshólma í Melasveit og vestur
59