Náttúrufræðingurinn - 1983, Qupperneq 70
um Þormóðssker að Álftanesi á Mýrum. (2) Grunnsævissvæði, sem hefur afar mikla
þýðingu fvrir æðarfugl seinni hluta sumars. (3) Gæta þarf ýtrustu varkárni í meðferð
mengandi efna á firðinum og nærliggjandi svæðum.
41. I.angárós, Borgarhr., Álftaneshr., Mýr. (1) Langárós frá Skuggafossi og Landdeildar-
höfða. (2) Einn lengsti og frjósamasti árós Iandsins. Víðáttumiklar leirur og fitjar með
ntiklu fuglalífi. (3) Forðast ber röskun lífríkis.
42. Borgarvogur, Borgarneshr., Mýr. (1) Leirur og fitjar í Borgarvogi norðan Borgarness.
(2) Leirusvæði með miklu fuglalífi í næsta nágrenni kaupstaðar. (3) Æskilegt er að
tryggja óheft sjávarföll í voginum og koma í veg fyrir mengun og unnað sem rýrt getur
umhverfið.
43. Barnafoss-Hraunfossar, Hálsahr., Borg., Hvítársíðuhr., Mýr. (1) Fossarnir svo og
nánasia nágrenni þcirri í löndum Gilsbakka og Hraunsáss. (2) Hraunfossar spretta
frant úr hrauninu í norðurbakka Hvítár á alllöngunt kafla neðan við Barnafoss. Mjög
sérkennilegir og fagrir fossar. (3) Friðlýsist sem náttúruvætti.
44. Hellar í Hallmundarhrauni, Hvítársíðuhr., Mýr. (1) Surtshellir, Stefánshellir og Víð-
gelmir, svo og hraunið hið næsta þeim, Kalmanstungu. (2) Stórir hraunhellar. Surts-
hellir er stærstur og nafntogaðastur íslcnskra hella. (3) Fyrirbyggja þarf bílaumferð á
hellisþökunum. svo og annað er getur valdið raski.
45. Grábrókarhraun og Hreðavatn, Norðurátdalshr., Mýr. (I) Grábrókarhraun og svæði
umhyerfis Hreðavatn, tilheyrir Brekku og Hreðavatni. (2) Fagurt umhverfi, enda
fjölsótt útivistarsvæði. Grábrókargígar eru friðlýst náttúruvætti. (3) Landslags- og
gróðurvernd æskileg, og að tryggð sé óheft för gangandi fólks.
46. Ferjubakkaflói — Hólmavað, Borgarhr.. Stafholtstungnahr., Mýr. (I) Ferjubakkaflói
við Eskiholt, Hóp, neðanverð Gljúfurá og Norðurá með bökkunt, Ystatunga sunnan
Sólheimatungu.. (2) Víðáttumiklir flóar og flæðilönd, gróðursæl síki og lygnar ár. Einn
mikilvægasti viðkomustaður andfugla hérlendis. (3) Æskilegt er, að flóarnir verði ckki
íæstir fram.
47. Hjörsey — Straumfjörður, Álftaneshr., Hraunhr., Mýr. (I) Hjörsey, Hjörseyjarsand-
ur, grunnsævi, fjörur og eyjar að Straumfirði. (2) Leirur og leðjufjörur meö miklum
gróðri og dýralífi, mikið ber á marhálnti á grunnsævi, mýrlendi og sjávartjarnir. Mikil-
vægt svæði fyrir fuglalíf. (3) Forðast ber röskun á lífríki.
48. Löngufjörur, Mýr., Hnapp. (1) Strandlengjan frá Ökrum í Hraunhr., Mýr., að Saura-
tjörn í Miklaholtshr., Hnapp. Svæðið nær yfir Hvalseyjar, Akranes, Akraós, Hítarnes,
Kaldárós, Melabakka, Löngufjörur. Skógarnes, Tjaldurseyjar, Láxárbakkaflóa,
Glámsflóa og Sauratjörn. (2) Grunnsævi, víðáttumiklar leirur og sandfjörur. Mörg
sker og eyjar. Blautir brokflóar. Mjög mikilvægt svæði fyrir fuglalíf, einkum æöarfugl.
(3) Vernd landslags og lífríkis æskileg.
49. Gerðuberg, Eyjtihr., Hnapp. (1) Stuðlaberg suðvestur af Ytri-Rauðamel. (2) Snoturt
stuðlað hraunlag og gróskumiklar blómabrekkur. (3) Friðlýsist sent náttúruvætti.
50. Gullborg og Gullborgarhellar, Kolbeinsstaðahr., Hnapp. (1) Gullborg ásamt hrauni,
sem í eru Borgarhellir, Vegghellir, Flórhellir, auk tveggja nafnlausra hella. í landi
Syðri-Rauðamels, Heggstaða og Hraunholta. (2) Gígur og sérkennilegir hraunhellar
með töluverðum dropsteinsmyndunum. (3) Friðlýsing æskileg.
60