Náttúrufræðingurinn - 1983, Side 72
séu reglur um Breiðafjörö með tilliti til sérstöðu hans og gildis, bæði frá náttúrufræði-
lcgu sjónarmiði, búsetu og hlunninda.
64. Saltadý, Haukadalshr., Dal. (1) Saltadý í landi Hamra í Haukadal og umhverfi þess.
(2) Sölt laug og óvenjulegt gróðurfar, sjávarfitjungar inni í landi. (3) Friðlýsist sem
náttúruvætti.
65. Tungustapi, Hvammshr., Dai. (1) Stapi fyrir miðjum Sælingsdal, milli Gerðis og Sæl-
ingsdalstungu. (2) Áberandi einkenni í landi og vætti í íslenskum þjóðsögum. (3)
Forðast ber hverskonar rask á stapanum og næsta nágrenni hans.
66. Asmóðarey, Skarðshr., Dal. (1) Ásmóðarey, ásamt Svartbakaskeri unt 5 km út af
Skarðsströnd. (2) Eyjar nieð fjölskrúðugu fuglalífi. (3) Friðlýsing æskileg.
67. Skeljaleifar í Kaldrana, Saurbæjarhr., Dal. (1) Fundarstaðir skeljaleifa í Kaldrana og á
ströndinni austur að Holtahlíð í Saurbæ. (2) Sjávarsetlög með skeljaleifum frá lokum
ísaldar. Einn af fáum fundarstöðum jökultoddu hér á lartdi. (3) Æskilegt að sem
minnst verði hróflaö við þessum jarðlögum.
68. Borgarland, Reykhólahr., A.-Barð. (I) Nesið milli Króksfjarðar og Berufjarðar í landi
Borgar, Flafrafells, Klukkufells, Mýrartungu og Hríshóls. (2) Sérkennilegt og fagurt
landslag. Tjarnir og mýrar með miklu fuglalífi. (3) Landslagsvernd æskileg.
69. Fjörur í Berufirði, Reykhólahr., A.-Barð. (1) Fjörur í Berufirði öllum út að Bjart-
marssteini að austan og Börmum að vestan. (2) Miklar leirur og þangfjörur með
löndum. Leirurnar eru meðal hinna lífmestu við norðanverðan Breiðafjörð. (3) Æski-
legt er að stefna að varðveislu Berufjarðar í núverandi ntynd.
70. Norðurströnd Þorskafjarðar, Gufudalshr., A.-Barð. (1) Fjörur. fitjar og sjávartjarnir
við norðurströnd Þorskafjarðar milli Teigsskóga og Hallsteinsness. (2) Miklar fjörur
og fjölbreytt landslag. Ofan strandar tekur við skógur. Svæðið er mjög gott sýnishorn
af þeirri landslagsgerð, þar sem skiptast á þangivaxnir klettagangar og leirur. (3)
Vernd landslags og lífríkis æskileg.
71. Fjörur í Djúpafirði, Gufudalshr., A.-Barð. (1) Fjörur í Djúpafirði öllum út að Grónesi
og Hallsteinsnesi. (2) Mjög víðlendar, fjölbreytilegar og Iífauðugar fjörur með miklu
fuglalífi. (3) Forðast ber röskun lífríkis.
72. Kjálkafjörður, Kerlingarfjörður og Skálmames, Múlahr., A.-Barð., Barðastr.hr.,
V.-Barð. (1) Svæðið milli Hjarðarness og Vattarfjarðar. Að norðan liggja mörkin um
Þingmannaheiði. (2) Ríkulegt gróðurfar með skóglendi í fjörðum og fuglabjarg í
Múlanesi. (3) Æskilegt að landslag og lífríki njóti verndar.
73. Oddhjamarsker, Flateyjarhr., A.-Barð. (1) Lítil eyja um 11 km VSV af Flatey. (2)
Sérstætt landslag, jaröhiti, auðugt lífríki og minjar um horfna útgerð. (3) Friðlýsing
æskileg.
74. Sauðeyjar, Barðastrandarhr., V.-Barð. (I) Eyjaklasi undan Vatnsfirði, í eigu Haga. (2)
Fagrar og sérstæðar eyjar, bæði hvað varðar landslag og lífríki. (3) Friðlýsing æskileg.
75. Bæjarvaðall, Rauðasandshr., V.-Barð. (1) Leirur í Bæjarvaðli, Rif og Melanesrif. (2)
Víðáttumiklar, sléttar, rauðleitar skeljasandsfjörur með fjölbreyttu dýralífi. (3) Vernd
landslags og lífríkis æskileg.
62