Náttúrufræðingurinn - 1983, Síða 73
76. Látrabjarg, Rauðasandshr., V.-Barð. (1) Sjávarbjörgin frá Bjargtöngum allt austur aö
Brimnesi, svo og landspilda ofan þeirra. (2) Há, þverhnípt björg. Mesta fuglabjarg við
Norður-Atlantshaf. (3) Forðast bcr hverskonar röskun í bjarginu eða við það.
77. Þórishlíðarfjall, Ketildalahr., V.-Barð. (I) Jarðlög með blaöförunt í Þörishlíðarfjalli
við Selárdal. (2) Einna elstu minjar um gróðurfar hérlendis. (3j Foröast ber hvers-
konar rask og brottflutning steingervinga.
78. Geirþjófsfjörður, Suðurfjarðarhr.. V.-Barð. (I) Geirþjófsfjötður austan Krosseyrar-
tanga og Ófæruness. Að norðan ráða sýsluntörk, að suðaustan hreppamörk og vatna-
skil að sunnan. (2) Fjölbreytt og fagurt landslag, rikulegur gróður og skóglendi. Frægar
söguslóðir. (3) Gróður- og landslagsvernd æskileg.
79. Holtsengi og Vöð, Önundarfirði, V.-ís. (1) Innsti hluti önundarfjarðar, fyrir innan
Holtsodda, ásamt mýrlendi rnilli Þórustaða og Bjarnardalsóss. (2) Fjölbrevtilegt
landslag og lífríki. (3) Landslagsvernd æskileg.
80. Botn í Súgandafiröi, Suðureyrarhr.. V.-ís. (1) Ysti hluti Botnslands inn að Gyltu-
skarði, ásamt hlíðunt. (2) Sérstætt gróðurfar. vöxtulegur birkiskógur. Fundarstaður
surtarbrands og annarra plöntuleifa. Meðal elstu minja um gróðurfar hérlendis. (3)
Forðast ber töku surtarbrands og steingervinga. Stofnun fólkvangs æskileg.
8 1. Seljalandsdalur og Tungudalur, Skutulsfirði, N.-ís. (1) Dalirnir frá eggjum Eyrarfjalls,
að hreppamörkum á Botnsheiði, um Austmannafall og Hnífa yfir Tunguá við Tungu-
skóg og þaðan á Skíðaveg. (2) Fjölbreytt landslag, skógur, gil, ár og fossar. Ákjósan-
legt útivistarsvæði. (3) Stofnun fólkvangs er í undirbúningi.
82. Amarnes, N.-ís. (1) Ströndin við Arnarnes frá Stóra-Bás í Skutulsfirði, fyrir nesið um
Vébjarnareyri inn fyrir Arnarneshamar. (2) Sérkennileg klettaströnd, lífauðug fjara og
mikið fuglalíf. Leifar gamalla verbúða. (3) Vernd landslags og lífríkis æskileg.
83. Botn ísafjarðar, Reykjarfjarðarhr., N-ís. (1) Dalbotninn vestan hreppamarka upp að
efstu klettabrúnum, frá Hestakleif suður á móts við Torfadal. (2) Gróskumiklar
brekkur. Einn helsti vaxtarstaður þyrnirósar hér á landi. (3) Gróðurvernd æskileg.
84. Reykjanes við ísafjörð, Reykjarfjarðarhr., N-ís. (1) Allt nesið norðan Rauðagarðs. (2)
Eitt mesta hverasvæði á Vestfjörðum. Sérkennilegar sjávarrofsmyndanir og fjöl-
skrúðugt fuglalíf. Sögulegar minjar. (3) Landslagsvernd æskileg.
85. Raldalón, Snæfjallahr., N-ís. (1) Allt undirlendið norðan akvegar með hlíðum upp að
fjallsbrúnum. (2) Fjölbreytt og mikilfenglegt landslag. Ýmsar berggerðir, jökulgarðar,
óshólmar, leirur og surtarbrandur. Fjölskrúðugur gróður og dýralíf. (3) Friðlýsing
æskileg.
86. Suðausturhluti Gmnnavíkurhrepps, N.-ís. (1) Svæðið sunnan Skorarheiðar að mörk-
um hins forna Grunnavíkurhrepps frá Geirólfsnúp að vesturjaðri Drangajökuls. Að
vestan raiður jökuljaðar og síðan Jökulsá til sjávar í Leirufirði. (2) Hrikaleg fjöll og
sérstæð náttúrufegurð ásamt fjölskrúðugu lífi. (3) í athugun er að friðlýsa þetta svæði
og stækka þannig Hornstrandafriðland.
87. Tröllatunga, Kirkjubólshr., Strand. (1) Steingervingalög við Grýlufoss í Tröllatungu
við Steingrímsfjörð. (2) Fundarstaður steingerðra plantna frá tertíer. (3) Friðlýsist sem
náttúruvætti.
63