Náttúrufræðingurinn - 1983, Síða 74
88. Húsavíkurkleif, Kirkjubólshr., Strand. (1) Opna í millilag í blágrýtismyndun rétt við
þjóðveginn nærri bænum Húsavík. (2) Einn helsti fundarstaður tertíerst, mgervinga
hér á landi. (3) Friðlýsist sem náttúruvætti.
89. Mókullsdalur, Óspakseyrarhr., Strand. (1) Steingervingalög í Mókollsdal og Hrútagili í
landi Þrúðardals. (2) Fundarstaður steingerðra plantna og skordýra frá tertíer. (3)
Forðast ber hverskonar rask og brottflutning steingervinga.
90. Nákuðungslögin við Bæ í Hrútafirði, Bæjarhr., Strand. (1 jMalarkambur við Bæjará
niður af Bæ. (2) Fundarstaður nákuðungs og annarra skeljaleifa frá nútíma. Lögin bera
vitni um hærri sjávarstöðu fyrir 4—5000 árum. (3) Friðlýsist sem náttúruvætti.
91. Hindisvík, Þverárhr., V.-Hún. (I) Jörðin Hindisvík á Vatnsnesi. (2) Fjölbreytilegt
strandlandslag. Eitt mesta selalátur á Norðurlandi. (3) Nauðsynlegt er að viðhalda
þeirri vernd, sem eigendur hafa veitt þessu svæði.
92. Hvítserkur, Þverárhr., V.-Hún. (1) Hvítserkur og næsta umhverfi. (2) Sérkennilegur
berggangur í sjó. (3) Friðlýsist sem náttúruvætti.
93. Björg, Þverárhr., V.-Hún. (1) Svæðið milli Vesturhópsvatns og Sigríðarstaðavatns að
vestan og Hóps og Víðidalsár að austan. Tilheyrir jörðunum Litlu- og Stóru-Borg,
Ásbjarnarnesi, Vatnsenda, Þorfinnsstöðum og Sigríðarstöðum. (2) Fjölbreytt og fag-
urt landslag, björg, stöðuvötn, sandar og mýrlendi. Athyglisverðar jarðmyndanir og
fornminjar, svo sem Borgarvirki. (3) Friðlýsing æskileg.
94. Kerafossar, Þorkelshólshr., V-Hún. (1) Fossar og árrofsmyndanir í Fitjaá í Víðidal. (2)
Fríðir fossar og flúðir. Skessukatlamyndanir. (3) Forðast ber breytingar á vatnasviði
árinnar.
95. Kolugil, Þorkelshólshr., V-Hún. (1) Gljúfur og fossar í Víðidalsá, Víðidal. (2) Þröngt
og djúpt gljúfur víða gróðurríkt með fallegum fossum, Kolugilsfossum. Efsti fossinn er
meðal stærstu fossa Húnaþings. (3) Friðlýsist sem náttúruvætti.
96. Bakkabrúnir, Víðidal, Þorkelshólshr., V.-Hún. (1) Setlagaopna í landi Bakka og
nánasta umhverfi. (2) Þykkt setlag með steingervingum frá cinu af hlýskeiðum ísaldar.
Mikilvægt svæði fyrir jarðfræðirannsóknir. (3) Forðast ber röskun á jarðmyndunum.
97. Fossar í Vatnsdalsá og Fríðmundará, Áshr., A.-Hún. (1) Fossarnir Skínandi, Kerafoss,
Rjúkandi og Skessufoss, í Vatnsdalsá vestur af Bótarfelli og Bótarfoss í Friðmundará.
(2) Sérkennilegir og fagrir fossar í hrikalegum gljúfrum. Surtarbrandur. (3) Friðlýsist
sem náttúruvætti.
98. Vatnsdalshólar, Sveinsstaðahr., A.-Hún. (1) Hólarnir vestan Hnausakvíslar og Flóðsins
milli þjtjðvegar og Þórdísarlækjar í löndum Sveinsstaða og Vatnsdalshóla. (2) Ótölu-
legur fjöldi framhlaupshóla auk flæðiengja og nokkurra tjarna. (3) Friðlýsing a.'skileg.
99. Eylendið, Sveinsstaðahr., Torfalækjarhr., A.-Hún. (1) Húnaós, Húnavatn, Hnausa-
kvísl með bökkum, flæðimýrar frá Giljáreyrum suður undir Hnausa, Flóðið og ós-
hólmar Vatnsdalsár í Vatnsdal. (2) Flæðimýrar með fjölbreyttu lífi. (3) Stofnun frið-
lands æskileg.
100. Kálfshamarsvík á Skaga, Skagahr., A.-Hún. (1) Nesin Framnes og Kálfshamarsnes.
ásamt strandlengju Kálfshamarsvíkur suður fyrir Kálfshamar. (2) Sérkennileg sjáv-
arströnd með fjölbreyttum stuðlabergsmyndunum. Inn af víkinni er lón með varp-
hólma. (3) Forðast ber rask á jarðmyndunum.
64