Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 75
Vatnsdalshólar, Sveinsstaðahr., A.-Hún. (98). Ótölulegur fjöldi framhlaupshóla auk
flæðiengja og nokkurra tjarna. Friðlýsing æskileg. — Ljósm. Helgi Hallgrímsson.
101. Blöndugil og Kugludalur, Auðkúluheiði, A.-Hún. (1) Árgljúfur Blöndu frá Galta-
bólstungu niður undir Þröm ásamt Rugludal. (2) Hrikalegt gljúfur með gróðursælum
hvömmum og birkikjarri. (3) Vernd landslags og lífríkis æskileg.
102. Eyjavatn og Friðmundarvatn vestara, Auðkúluheiði, A.-Hún. (I) Vötnin ásamt hólm-
um og nánasta umhverfi. (2) Grunn stöðuvötn, óvenjumikið fuglalíf og gróskumikill
gróður í eyjum. (3) Vernd lífríkis æskileg.
103. Botn Hofsárdals, Skag. (1) Innsti hluti Hofsárdals (Vesturdals) innan Miðmundargils
og gljúfrið inn af honum. (2) Sérkennilega gróðursæll dalur, umgirtur hömrum og
snarbröttum hlíðum. Fagrir fossar í Fossá. Umhverfi Hraunþúfuklausturs. (3) Lands-
lagsvernd æskileg.
104. Kotagil og Skeljungssteinn, Akrahr., Skag. (1) Kotagil og Skeljungssteinn, sem stend-
ur stakur allangt vestan þess. Gilið er á mörkum Silfrastaða og Ytri-Kota. (2) Hrika-
legt. djúpt árgljúfur. í hraunkigi, sem þar kcmur í Ijós, svo og Skeljungssteini, eru för
eftir trjáboli. (3) Friðlýsing er í undirbúningi.
105. Austara-Eylendið, Rípurhr., Viðvíkurhr., Skag. (I) Garðsvatn, Garðsengi, Ásvatn og
mýrlendi austur af Ríp. Hrísey, Úlfsnes og flciri eyjar í Austari-Héraðsvötnum. (2)
Fjölbreytt fuglalíf og gróður. (3) Friðlýsing æskileg og hefting sandfoks við ósa
Austari-Héraðsvatna.
106. Ketubjörg á Skaga, Skefilsstaðahr., Skag. (1) Strandlengjan frá Ketukögri suöur á
móts við eyðibýlið Kleif. (2) Tilkomumikil sjávarbjörg. drangar og gatklettar, lcifar af
eldstöð frá kvarter. (3) Vernd landslags æskileg.
65