Náttúrufræðingurinn - 1983, Síða 76
107. Drangey, Skag. (1) Drangey ásamt Kerlingu og næsta nágrenni. (2) Há, þverhnípt
klettaeyja nteö miklum fuglabjörgum og gróskumiklum gróöri. (3) Vernd landslags og
lífríkis æskileg.
108. Höfðavatn og Þórðarhöfði, Hofshr., Skag. (1) Höfðavatn og Þórðarhöfði við austan-
verðan Skagafjörð. (2) Stöðuvatn við sjó, seltuáhrif. Fjölbreytt og auðugt lífríki. (3)
Vernd lífríkis æskileg.
109. Keykjarhóll á Bökkum, Haganeshr., Skag. (1) Hóll í landi Reykjarhóls og nánasta
umhverfi. (2) Sérkennilegur, stakur. keilulaga jökulbergshóil með laug í kollinum. (3)
Friðlýsist sem náttúruvætti.
110. Hraunsvatn og umhverfi, Öxnadalshr., Eyf. (1) Hraunsvatn, Vatnsdalur, Háafjall,
Hraunshraun og Hólahólar. (2) Fjölbreytt og fagurt land með stöðuvötnum, stórum
framhlaupum og sérkennilegum klettadröngum, Hraundrangar. (3) Landslagsvernd
æskileg.
111. Leyningshólar og Hólahólar, Saurbæjarhr., Evf. (1) Framhlaup norðan mynnis Vill-
ingsdals í innanverðum Eyjafiröi. (2) Mikið framhlaupasvæði með tjörnum og stöðu-
vötnum. Skógarlcifar. Fornminjar. Vinsælt útivistarsvæði. (3) Landslags- og gróður-
vernd æskileg.
112. Hólmamir, Akureyri, Öngulsstaðahr., Eyf. (1) Óshólmar Eyjafjarðarár og flæðimýrar
sitt hvoru megin árinnar suður á móts við suðurodda Staðareyjar. (2) Marflöt flæði-
lönd, árhólmar, k\ íslar og leirur. Mikið fuglalíf. (3) Friðlýsing æskileg.
I t3. Glerárgil, Akureyri. Glæsibæjarhr.. Eyf. (1) Árgil Glerár frá stíflu Glerárvirkjunar
upp á móts við Hlífá á Glcrárdal. Gróðurríkt gil, skógarlundir, fjölbreyttar árrofs-
myndanir, fossar, skessukatlar og skutar. Söguminjar. (3) Landslags- og gróðurvernd
æskileg.
1 14. Skipalón, Glæsibæjarhr., Arnarneshr., Eyf. (I) Mýri og tjörn við Skipalón, ósasvæði
Hörgár ásamt Gáseyri. (2) Flæðimýrar og strandgróður. Mikið fuglalíf. Rústir forns
verslunarstaðar. (3) Forðast ber röskun á lífríki og fornminjum.
1 15. Skaginn milli Eyjafjarðar og Skjálfanda, S.-Þing. (1) Látraströnd, í Fjörðum, Flat-
eyjardalur og Náttfaravíkur. Suðurmörk hugsast dregin um Kaldbak, Leirdalsöxl,
Blámannshatt, Skessuskálarfjall og Bakranga. (2) Mjög fjölbreytilegt landslag og
ríkulegur gróður. (3) Stofnun friðlands æskileg. einkum vegna útivistar og náttúru-
skoðunar.
1 16. Ljósavatn og umhverfi, Ljósavatnshr., S.-Þing. (1) Ljósavatn ásamt fjallshlíðum sitt
hvoru megin, milli Merkjárgils og Kross að austan, en Kambs og Geitár að vestan. (2)
Fjölbreytt landslag; stöðuvatn, stórt framhlaup, jökulurðarhólar, hraun og skógur. (3)
Landslags- og gróðurvernd æskileg.
117. Þingey og umhverfi, Ljósavatnshr., Reykdælahr., S.-Þing. (1) Þingey og nálægar eyjar
í Skjálfandafljóti, eyrar og bakkar fljótsins norður að Vaðsvaði, austurhlíðar Kinnar-
fells og vesturhlíðar Fljótsheiðar við Þingcy og ofangreindar eyjar. (2) Óbyggður
skógivaxinn dalur. Fallegir fossar og gljúfur, og gróðurríkar eyjar. Söguhelgi. (3)
Landslags- og gróðurvernd æskileg.
66