Náttúrufræðingurinn - 1983, Qupperneq 79
133. Gunnólfsvík og Gunnólfsvíkurfjall, Skeggjastaðahr., N.-Múl. (1) Jörðin Gunnólfsvík.
(2) Mjög athyglisvert svæði með tilliti til gróðurfars. (3) Landslagsvernd æskileg.
134. Fuglabjarganes, Vopnafjarðarhr.. N.-Múl. (1) Strönd Fuglabjarganess í Vopnafirði.
Nær frá Litlutá í norðri að Hámundarstöðum í suðri. (2) Fögur og fjölbreytt strönd.
Mikið fuglalíf. (3) Vernd landslags- og lífríkis æskileg.
135. Nípslón og Skógalón, Vopnafjarðarhr., N.-Múl. (1) Leirur og grunnsævi í Nípslóni og
Skógalóni inn af Nípsfirði. (2) Grunn, sölt lón. Mikið dýralíf við sérstæð skilvrði,
einkum í Skógalóni. (3) Æskilegt er að vernda lónin í núverandi mynd og forðast
aðgerðir, er hefta kymui vatnsskipti milli Skógalóns og sjávar.
136. Skaginn milli Vopnafjarðar og Héraðsflóa, Vopnafjarðarhr., Hlíðarhr., N.-Múl. (1)
Skaginn utan við Búr, Hellisheiði og Hellisá frá og með Fagradal og. Landsenda,
Bjarnarey. (2) Fagurt fjalllendi með dalverpum og litríkri strönd. Gróður með út-
nesjasvip. í Bjarnarey dvaldi um skeið Jón Guðmundsson lærði. (3) Landslagsvernd
æskileg.
137. Stuðlafoss, Jökuldalshr., N.-Múl. (1) Stuðlafoss hjá samnefndum bæ á Jökuldal. (2)
Sérlega fögur stuðlabergsumgjörð um fallegan foss. (3) Friðlýsist sem náttúruvætti.
138. Hafrahvammagljúfur, Jökuldalshr., N.-Múl. (1) Gljúfur Jökulsár á Brú við Hafra-
hvamma frá Dysjará (Desjará) að Tröllagili og gljúfur Dysjarár upp fyrir foss. (2) Eitt
hrikalegasta gljúfur landsins og gróðursælir hvammar meðfram því, Hafrahvammar,
Drangahvammar og Glámshvammar með Magnahclli og Sauðárgígar. (3) Landslags-
vernd æskileg.
139. Eyjabakkar, Fljótsdalshr., N.-Múl. (1) Upptakasvæði Jökulsár í Fljótsdal frá Eyja-
bakkafossi inn að Eyjabakkajökli. (2) Óvenjugrösugt votlendi í um 650 m hæð með
fjölda tjarna á hólmum milli kvísla Jökulsár og beggja vegna árinnar. Jökulgarðar með
hraukum við Eyjafell. Svipmikið landslag við rætur Snæfells. (3) Vernd landslags og
lífríkis æskileg.
140. Ranaskógur og Gilsárgil, Fljótsdalshr., N.-Múl. (1) Gilsárgil og Ranaskógur frá
brekkurótum ofan við Gilsáreyri upp í mynni Gilsárdals. (2) Stórbrotið gljúfur og
vöxtulegur skógur. (3) Friðlýsing æskileg, en hefðbundnar nytjar, svo sem hófleg beit,
haldist óskertar.
141. Hengifossárgljúfur, Fljótsdalshr., N.-Múl. (1) Gljúfrið með Hengifossi og Litlanesfossi
ásamt 50 m breiðri spildu meðfram því. Tilheyrir Melum og Hjarðarbóli. (2) Þriðji
hæsti foss landsins. Sérstæð umgerð og setlög með plöntusteingervingum. Stuðlabergið
við Litlanesfoss er óvenjufagurt. (3) Friðlýsing er í undirbúningi.
142. Votlendi í Hjaltastaðaþinghá, Hjaltastaðahr., N.-Múl. (1) Flóar (blár), með vötnum og
tjörnum fram með Selfljóti beggja vegna frá Hjaltastað og Bóndastöðum út að Klúku
og Sandbrekku. Einnig tjarnaland austan við Gagnstöð sunnan þjóðvegar og Nýjagras
í landi Hólsbæja austan við ós Lagarfljóts. (2) Víðáttumikil votlendissvæði, marflatir
og mjög blautir flóar með kílum og tjörnum, mikið til óframræst. Sendin gulstararengi.
Svæðið er mikilvægt vegna gróðurfars og fuglalífs. (3) Friðlýsing er í undirbúningi.
143. Hrafnabjörg, Hjaltastaðahr., N.-Múl. (1) Eyðibýlið Hrafnabjörg ásamt Stórurð og
Dyrum í Dyrfjöllum. (2) Stórbrotið framhlaup og fjölbreytt og sérstætt landslag fram
með Selfljóti. (3) Æskilegt að landslagi verði ekki raskað.
69