Náttúrufræðingurinn - 1983, Síða 80
144. Loðmundarfjöröur og Víkur, Borgarfjarðarhr., N.-Múl. (1) Svæðið frá Hafnarbjargi
norðan Brúnavíkur að Fjallshnaus sunnan Loðmundarfjarðar. Til landsins ráða
vatnaskil. (2) Víðlendar og fjölbreytilegar eyðibyggðir með litríkum bergmyndununt
(líparíti) og kjarnmiklum og fjölskrúðugum gróðri. (3) Landslagsvernd æskileg.
145. Vestdalur og Vestdalseyri, Seyðisfjarðarkaupstað. (1) Vestdalur ásamt Vestdalscyri
frá Háubökkum að Innri-Grýtuá. (2) Grösugt dalverpi norðan undir Bjólfi og eyri nteð
minjum um byggð. (3) Æskilegt útivistarsvæði fyrir Seyðisfjarðarkaupstað. Stofnun
fólkvangs í athugun.
146. Austdalur, Seyðisfjarðarhr., N.-Múl. (1) Dalurinn beggja vegna Austdalsár, í landi
eyðibýlisins Austdals, að vatnaskilum. (2) Grösugt dalverpi kringt háum fjöllum. Gott
berjaland. (3) Verndun landslags og hlífð við gróður æskileg.
147. Austanverður Kyvindarárdalur og Eyvindarárgil, Egilsstaðahr., S.-Múl. (1) Eyvindar-
árgil ofan brúar á Úthéraðsvegi. Miðhúsa- og Dalhúsaskógur, ásamt Kálfhóli og
Þuríðarstöðum, inn að Slenju. (2) Fagurt gljúfur, vatnsmikil bergvatnsá, skóglendi og
jökulgarðar. (3) Vcrnd landslags æskileg.
148. Fjarðardalur, Mjóafjarðarhr., S.-Múl. (1) Dalurinn inn af Fjarðarbýlum (í eyði) í botni
Mjóafjarðar, að vatnaskilum á Mjóafjarðarheiði. (2) Gróðursæll dalbotn með fjöl-
gresí. birkikjarr í norðurhlíðum. Hrikaleg blágrýtisfjöll á báðar hliðar. Fagrir fossar
(Klifbrekkufossar) í Fjarðará. (3) Verndun landslags og gróðurs æskileg.
149. Kirkjubólsteigur, Hólar og Tandrastaðir, Norðfjarðarhr., S.-Múl. (I) Svæðið norðan
Norðfjarðarár, frá Ytri-Máríánslæk (Maríulæk) inn að Fannardalsá og til fjallseggja.
(2) Kjarrivaxnar hlíðar og mikið framhlaup, Hólahólar, með lífríkum smátjörnum. (3)
Gott land til útivistar. Verndun landslags æskileg svo og gróðurfriðun á hluta landsins.
150. Þingmúli í Skriðdal, Skriðdalshr., S.-Múl. (1) Lönd jarðanna Þingmúla og Múlastekks
milli Múlaár og Geitdalsár frá jarðamörkum við Birkihlíð og Hátún að innan, út að
ármótum. (2) Fjölbreyttar jarðmyndanir, framhlaup og steingervingar. Þjóðminjar
sumpart friðlýstar innan túns í Þingmúla. (3) Vernd landslags æskileg.
151. Vatnsskógar, Skriðuvatn og Haugahólar, Skriðdalshr., S.-Múl. (1) Skriðuvatn og
umhverfi þess, í landi Vatnsskóga og Hauga. (2) Stórbrotið framhlaup, lífríkt vatn með
gróðursælu umhverfi. (3) Landslags- og gróðurvernd æskileg.
152. Skrúður, Fáskrúðsfjarðarhr., S.-Múl. (1) Eyjan er í landi Vattarness. (2) Klettaeyja
með kjarnmiklum gróðri og miklu fuglalífi. (3) Vernd landslags og lífríkis æskileg.
153. Sandfell í Fáskrúðsfirði, Fáskrúðsfjarðarhr., S.-Múl. (1) Sandfell í landi Víkurgerðis
með næsta umhverfi. (2) Afar sérstæður líparíteitill, sem er hluti af hinni fornu
Reyðarfjarðareldstöð. (3) Friðlýsist sem náttúruvætti.
154. Blábjörg við Berufjörð, Beruneshr., S.-Múl. (1) Klettur við sjó í landi Fagrahvamms,
ásamt tanganum Haga og Gatkletti við hann, og tveimur hólmum utar, Stórhólma og
Kálhólma. (2) Blábjörg eru hluti af sérkennilegu flikrubergslagi og mynda með tanga
og hólmum fallega heild. (3) Friðlýsing æskileg.
70