Náttúrufræðingurinn - 1983, Blaðsíða 82
167. Viðhorðsdalur, Mýrahr., A.-Skaft. (1) Dalurinn norðaustan undir Viðborðsfjalli og
Sandmerkisheiði frá Selhvammi að jökli, svo og Jökulfell austan dalsins. (2) Stórbrotið
landslag með kjarrlendi. Jarðhitavottur í Vandræðatungum. (3) Landslagsvernd æski-
leg.
168. Steinadalur og Staðarfjall, Borgarhafnarhr., A.-Skaft. (1) Steinadalur, Hvannadaiur
og Kálfafellsdalur vestan Steinavatna með aðiiggjandi fjalllendi. (2) Stórbrotið lands-
lag með háum fjöllum (Þverártindsegg), hrikalegu gljúfri (Klukkugili) og kjarri á
Steinadal og í Staðarfjalli. (3) Vernd landslags og gróðurs æskileg.
169. Breiðamerkursandur, Borgarhafnarhr., Hofshr., A.-Skaft. (1) Sandurinn milli Kvíár
og Fellsár, frá Breiðamerkurjökli til ystu fjörumarka. Tilheyrir Felli, Breiðá, Fjalli og
Kvískerjum. (2) Jökulsáraurar og ýmsar jökulminjar á svæði sem nýlega varð jök-
ulvana. Mikið skúmsvarp, en einnig er mikið um aðra fugla, og sel við fjörur. (3)
Friðlýsing æskileg.
170. Hamrar milli Gljúfursár og Hnappavalla, Hofshr., A.-Skaft. (1) Hamrabelti ofan flug-
vallar við Fagurhólsmýri og austur undir Hnappavelli. (2) Sérkennilegir blágrýtis-
hamrar með grónum syllum. (3) Landslagsvernd æskileg.
171. Stóralda, Hofshr., A.-Skaft. (1) Aldan sjálf, svo og næsta umhverfi hennar. (2) Forn,
algróin jökulalda framan við Svínafellsjökul. (3) Friðlýsist sem náttúruvætti.
172. Svínafellslögin, Hofshr., A.-Skaft. (1) Setlög með blaðförum neðarlega í vestanverðu
Svínafellsfjalli. (2) Sandsteinslög frá hlýskeiði á ísöld með blaðförum margra tegunda.
(3) Friðlýsist sem náttúruvætti.
173. Núpsstaðarskógur og Grænalón, Hörgslandshr., V.-Skaft. (1) Svæði milli Skeiðarár-
jökuls og Núpsár frá Skeiðarársandi norður í Grænafjall. (2) Sérstætt svæði um nátt-
úrufar og fegurð. (3) Æskílegt er að friðlýsa þetta svæði og tengja þjóðgarðinum í
Skaftafelli.
174. Dverghamrar, Hörgslandshr., V.-Skaft. (I) Hamrarnirog nágrenni þeirra í landi Foss.
(2) Mjög sérkennilegir stuðlabergshamrar. Fornt brimklif. (3) Friðlýsist sem nátt-
úruvætti.
175. Rirkjugólf, Kirkjubæjarhr.. V.-Skaft. (1) Kirkjugólfið við Kirkjubæjarklaustur og
næsta nágrenni þess. (2) Sérkerinilegur sléttur stuðlabergsfláki í túni. (3) Friðlýsist sem
náttúruvætti.
176. Fjaðrárgljúfur, Kirkjubæjarhr., V.-Skaft. (1) Gljúfrið og nánasta umhverfi. (2) Til-
komumikið gljúfur með háum og fallegum slæðufossi. (3) Friðlýsist sem náttúruvætti.
177. Steinsmýrarflóð, Leiðvallahr., V.-Skaft. (1) Krókssef og votlendi við Steinsmýri,
Fljótakrók og Fljóta, ásamt jaðri Eldhrauns. (2) Gulstararflóð og grunnt stöðu-
vatn. Mikið fuglalíf, m. a. aðalvarpstöðvar keldusvíns hérlendis. (3) Friðlýsing æskileg.
178. Syðsti hluti Reynisfjalls, Reynisdrangar og Hellnaskagi, Hvammshr., V.-Skaft.(l)
Reynisfjall upp að efstu brúnum, uppyfir bænum Garðar að vestan, suður fyrir fjallið
að Króktorfuhaus, ásamt Reynisdröngum og Hellnaskaga. (2) Fjölbreyttar stuðla-
bergsmyndanir, hellisskútar og gróskumiklar hlíðar. Á Hellnaskaga eru gamlar
bæjarrústir og hellir Jóns Steingrímssonar. Mikið fuglalíf. (3) Vernd landslags- og
lífríkis æskileg.
72