Náttúrufræðingurinn - 1983, Síða 83
179. Skannnadalskambar í Mýrdal, Hvammshr., V.-Skaft. (1) Efri hluti Skammadalskamba
og Sjónaröxl, upp af bæjunum Skammadal og Skammadalshól, þar sem skeljaleifar er
að finna. (2) Fornar sæskeljar og kuðungar í setbrotum (hnyðlingum) á dreif um
móbergið. (3) Forðast ber röskun á jarðmyndunum og brottflutning steingervinga.
180. Eyjarhóll, Dyrhólahr., V.-Skaft. (1) Eyjarhóll og um 200 m breið jarðsilsbrekka
norður af hólnum í Pétursey. (2) Stakur Keilulaga blágrýtishóll. í suðurhlíð Péturs-
eyjar er afar sérstætt stallalandslag vegna jarðsils (solifluction). (3)Landslagsvernd
æskileg.
181. Eldgjá, V.-Skaft. (1) Norðurhluti Eldgjár á Skaftártunguafrétti milli Gjátinds og Mó-
rauðavatnshnjúka. (2) Hluti af um 40 km langri gossprungu, sem vitnar um stórkostleg
eldsumbrot. Landslag hrikafagurt og fjölbreytilegt, og er þar mörg merkileg náttúru-
smíð. (3) Friðlýsist sem náttúruvætti.
182. Kvernugil, A.-Eyjafjallahr., Rang. (1) Gilið og nánasta umhverfi. (2) Gljúfur með
fögrum fossi, Kvernufossi. (3) Friðlýsist sem náttúruvætti.
183. Skógafoss, A.-Eyjafjallahr., Rang. (1) Fossinn og næsta nágrenni hans. Er í landi
Skóga. (2) Fossinn, sem er um 60 m hár, er meðal fegurstu fossa landsins. (3) Friðlýs-
ing er í undirbúningi.
184. Drangurinn í Drangshlíð, A.-Eyjafjallahr., Rang. (1) Drangurinn og nánasta
umhverfi, í landi Drangshlíðar undir Eyjafjöllunt. (2) Sérkennilegur móbergsdrangur,
setur mikinn svip á umhverfið. Fjárhús og hlaða eru byggð inn í dranginn og er æskilegt
að hús þessi komist undir vernd Þjóðminjasafns. (3) Friðlýsing æskileg.
185. Seljalandsfoss og Gljúfrabúi, V.-Eyjafjallahr., Rang. (1) Fossarnir tveir, svo og næsta
umhverfi þeirra. (2) Fallegir fossar, sem setja mikinn svip á landslagið. (3) Friðlýsist
sem náttúruvætti.
186. Lilli- og Stóri-Dímon, V.-Eyjafjallahr., Rang. (1) Höfðarnir Litli- og Stóri-Dímon í
landi Eyvindarkots. (2) Stakir móbergshöfðar, svipmiklir landslagsþættir. (3) Lands-
lagsvernd æskileg.
187. Þórsmörk, Rang. (1) Þórsmörk, almcnningar og afréttimir sunnan Krossár, vestur að
Jökultungum. (2) Vinsælt útivistarsvæði. Fjölbreytt og fagurt landslag. Skóglendi í
skjóli jökla. (3) Friðlýsing æskilcg.
188. Bleiksárgljúfur, Fljótshlíðarhr., Rang. (1) Gljúfrið ásamt fossum og nánasta umhverfi.
(2) Þröngt og djúpt gljúfur. Skógur í gljúfurbrúnum og fjölbreyttur gróður. (3) Frið-
lýsist sem náttúruvætti.
189. Merkjárfoss (Gluggafoss), Fljótshlíðarhr., Rang. (1) Merkjárfoss í Merkjá rétt vestan
við Múlakot, ásamt nánasta umhverfi. (2) Hár og fríður foss í fögru umhverfi. (3)
Friðlýsist sem náttúruvætti.
190. Skúmsstaðavatn, V.-Landeyjahr., Rang. (1) Skúmsstaðavatn, votlendi sunnan þess og
vestan, ofan Rangársands milli Grímsstaða og Klaufar, Kuggavatn. (2) Gróðurmikið
stöðuvatn, tjarnir og stararflóð. Mikið fuglalíf. (3) Æskilegt er, að landslag og lífríki fái
að haldast í núverandi mynd.
191. Oddaflóð, Rangárvallahr., Rang. (1) Oddaflóð norður undir Selalæk, Hólmaflóð,
Eyrartjörn og nálægar mýrar, Bakkar og Oddaeyrar. (2) Votlendi með einstæðu
gróðurfari og miklu og fjölbreyttu fuglalífi. (3) Friðlýsing er í undirbúningi.
73