Náttúrufræðingurinn - 1983, Síða 85
203. Kerið, Grímsneshr., Árn. (1) Gígurinn og umhverfi hans. (2) Formfagur sprengigígur í
gjallgígaþyrpingu, við þjóðbraut. (3) Friðlýsist senr náttúruvætti.
204. Bæjarvatn, Gaulverjabæjarhr., Árn. (1) Bæjarvatn í landi Gaulverjabæjar í Flóa,
ásamt bökkum. (2) Grunnt stöðuvatn. Fundarstaður fágætrar vatnajurtar. (3) Vernd
lífríkis æskileg.
205. Hraunbollar, Selfossi, Árn. (1) Bollar í Þjórsárhrauni við eystri sporð Ölfusárbrúar.
(2) Sérkennilegir hraunbollar, sem vakið hafa athygli jarðfræðinga. (3) Friðlýsist sem
náttúruvætti.
206. Fjörur við Eyrarbakka og Stokkseyri, Eyrarbakkahr., Stokkseyrarhr., Árn. (1)
Strandlengjan frá Ölfusárósi austur að Baugsstaðasíki. Fjörur og 100 m breið
landspilda ofan flóðmarka. (2) Mikið líf og fjölskrúðugt. Svæðið er vinsælt til útivistar
og náttúruskoðunar. (3) Landslagsvernd æskileg.
207. Hraun, Eyrarbakkahr., Árn. (1) Spilda austan Gamla-Hrauns milli vegar og stór-
straumsfjörumarka austur að Skerflóðsósi. (2) Helsti varpstaður þórshana hér á landi,
fjölskrúðug fjara, fitjar og mýrlendi. Fundarstaður fágætrar plöntutegundar. (3) Frið-
lýsing í undirbúningi.
208. Grýla (Grýta), Ölfusi, Árn. (I) Hverinn Grýla í Hveragerði og nánasta umhverfi hans.
(2) Einn af fáum goshverum á Iandinu. (3) Friðlýsist sem náttúruvætti.
209. Ölfusforir, Ölfushr., Árn. (1) Ölfusforir, austan flotgröfuskurðar og vestan vestustu
kvíslar Ölfusár og Gijúfurár, suður að Hrauni og norður að Vatnatjörn og Opnum.
Þorleifslækur og Varmá. (2) Víðáttumiklar, blautar engjar með miklu og fjölskrúðugu
fuglalífi. (3) Friðlýsing er í undirbúningi.
210. Fjönimörk við Hjalla, Ölfushr., Árn. (1) Malarkambur suðvestur af Hjalla í Ölfusi. (2)
Minjar um sjávarstöðubreytingar í lok ísaldar, hnullungafjara í um 55 m y. s. (3)
Svæðið hefur látið á sjá vegna efnistöku, forðast ber frekarf röskun.
211. Raufarhólshellir, Ölfushr., Árn. (1) Raufarhólshellir í Leitahrauni á Hellisheiði. (2)
Langur hraunhellir. (3) Nokkur hætta steðjar að hellinum, þar sem þjóðvegurinn er
ofan á honum á kafla. Friðlýsist sem náttúruvætti.
212. Eldborg undir Meitlum, Ölfushr., Árn. (1) Gígurinn og næsta nágrenni hans. (2) Stór
gjallgígur í hinu svokallaða Kristnitökuhrauni. Að heita má ósnortinn, en rask hefur
átt sér stað í næsta nágrenni. (3) Forðast ber hverskonar spjöll.
213. Hengilssvæðið, Ölfushr., Grafningshr., Árn. (1) Grænsdalur, Reykjadalur, Hengladalir
og aðliggjandi svæði norðan Hveragerðis, sunnan og austan í Hengli. (2) Stórbrotið
landslag og fjölbreytt að jarðfræðilegri gerð. (3) Stofnun fólkvangs (Dalafólkvangs) er í
undirbúningi.
214. Eldborgir við Lambafell, Ölfushr., Árn. (1) Eldvörpin, hrauntraðir frá þeim og næsta
nágrenni. (2) Formfagrar eldstöðvar og tvær hrauntraðir. (3) Friðlýsist sem náttúru-
vætti.
215. Herdísarvík og Stakkavík, Selvogshr., Árn. (1) Jarðirnar Herdísarvík ogStakkavík. (2)
Á svæðinu er að finna öll helstu lífsamfélög Reykjanesskaga. (3) Friðun æskileg.
75