Náttúrufræðingurinn - 1983, Síða 87
Ingólfur Davíðsson:
Tvær vestrænar jurtir á íslandi
Til eru einlendar tegundir, þ. e. teg-
undir sem vaxa aðeins villtar í einu
landi, eða jafnvel á takmörkuðu
svæði, t. d. sumar tegundir (eða und-
irtegundir) undafífla. En nær allar
jurtir, sem við köllum íslenskar, vaxa
þó einnig erlendis — í austri og vestri,
eða annað hvort. Langflestar eru sam-
eiginlegar Noregi, margar einnig Bret-
landseyjum og Grænlandi, en oft er þá
um mismunandi afbrigði að ræða.
Nokkrar vaxa á Grænlandi og víðar
vestra, en ná ekki lengra austur en til
íslandsoge. t. v. Færeyja. Þær kallast
því vestrænar, þó sumar nái þvert yfir
Ameríku og vaxi einnig austan til í
Asíu. Sem dæmi skulu teknar tvær al-
kunnar og auðkennilegar tegundir,
þ. e. eyrarós og gulstör.
A. Eyrarós (Epilobium latifolium
L.) „Blessuð eyrarósin rjóð rauða litar
elfarbakka". Hún er auðþekkt á stór-
um rósrauðum (stundum Ijósbleikum)
blómum og breiðum, þykkum, blá-
grænum laufblöðum. Reyndar er öll
blómhlífin rauðleit, bæði bikar og
króna, og eru hin útbreiddu blóm
næsta skrautleg. Bikarblöðin eru frem-
ur mjó, oftast dökkblárauð á lit,
krónublöðin eru breiðari og fagurrós-
rauð, en blána eða hvítna við þurrk.
Aldinin eru löng og mjó hýði, myg-
lugrá af hárum. Þau rifna að lokum í
fernt, alveg niður í gegn og komast
fræin þá út. Þau eru mörg og bera
svifhárabrúsk á endanum og geta bor-
ist langt með vindi. Blómin á frænkunr
eyrarósarinnar dúnurtunum eru
miklu minni og virðast löng og mjó því
þau opnast ekki eins mikið. Risinn í
ættkvíslinni er hinn mikilfenglegi
sigurskúfur (Epilobium angustifo-
lium (L.) Scop.) sem hefur minni en
fleiri blóm og ntjórri laufblöð.
Eyrarósin er ein af helstu skrautjurt-
um þessa lands og myndar oft stórar,
fagurrauðar breiður á áreyrum bæði á
láglendi og inni á hálendi. Sumsstaðar
skreytir hún klettastalla í árgljúfrum
og stöku sjávarhömrum og á það líka
til að vaxa í skriðum til fjalla, hefur
t. d. fundist í nærri 1000 m hæð í Esju-
fjöllum í Vatnajökli. Eyrarós er tals-
vert ræktuð til skrauts í görðum, eink-
um í steinbeðum og þrífst vel að jafn-
aði, hún virðist ekki þurfa mikinn
sumarhita og þolir vetrarhörkur vel
eins og útbreiðsla hennar sýnir. En
góða birtu þarf hún og kemur vel að
vera að mestu laus við samkeppni ann-
arra jurta og nýtur þess á áreyrunum
sendnu og grýttu, árnar bera fram leir
með frjóefnum sem hún getur nýtt.
Hér á landi er eyrarós ekki notuð til
Náttúrufræöingurinn 52 (1-4), bls. 77-79, 1983
77