Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 88
1. mynd. Eyrarós (með hálfútsprungið
blóm og aldin).
matar en eskimóar kváðu eta blöð
hennar sem salat, og fyrrum með sel-
spiki.
Eyrarós vex hvergi í Evrópu utan
íslands, en er algeng á Grænlandi og
víðar norðantil í N-Ameríku. Hún vex
líka á Kyrrahafsströnd Asíu og langt
vestur í Síberíu. Á Grænlandi er til
hvítt afbrigði af eyrarós og mun hafa
verið flutt hingað í garða. Hefur nokk-
ur séð villta hvítblómgarða eyrarós hér
á landi?
B. Gulstör eða bleikja (Carex lyng-
byei Hornem). Önnur stórvaxnasta
stör landsins og besta flæðiengjafóð-
urjurtin vex í stórum breiðum víða á
votlendi, hið stórgerða stargresi á
flæðiengjum og á grynningum utan
með vötnum og stórum tjörnum er að-
allega gulstör. Hún er einnig algeng í
flóum og keldudrögum, strjálli í mýr-
um. Hún verður stórvöxnust í vatni en
er annars mjög breytileg að stærð,
20—80 sm á hæð eða jafnvel meira.
Oft er hún nefnd sef þar sem hún
myndar belti með vatnsbökkum, t. d. í
Tjörninni í Reykjavík.
Gulstör í blómi er auðþekkt á
brúnunt eða bleikmóleitum, stórum
kvenblómöxum á löngum leggjum,
sem hanga niður við þroskunina en
eru uppréttari meðan þau eru ung.
Karlöx, eitt eða fleiri, vaxa efst á strá-
inu og eru gulgrá, mjóvaxin og upp-
rétt, en ekki nærri eins áberandi og
kvenöxin, sem eru tvö—fjögur. Blöðin
eru breið og grófgerð, græn eða gul-
græn að lit. Gulstör breiðist mikið út
með jarðrenglum ekki síður en með
fræjum.
Gulstör hefur verið slegin mikið til
fóðurs, einkum á flæðiengjum sem
víða eru véltæk. Vel verkað gulstarar-
hey þykir lítið gefa eftir góðri töðu, en
hið safamikla stargresi þarf mikinn
þurrk, jafnvel „þriggja daga sól og
sunnanvind". Þess eru líka dæmi að
gulstör hafi verið slegin síðla sumars í
grænfóður með góðum árangri, en að
jafnaði mun hún tréna fremur
snemma. Hún grær líka snemma á vor-
in og sækir sauðfé þá í hana áður en
harðvelli grænkar að mun. Áburð-
argjöf virðist auka vöxt gulstarar veru-
lega, og heyrt hef ég getið unt óvenju
78